Dagarnir líða hér á Axel Heides eins og annars staðar og nú er farið að síga á seinni hlutann í skólanum hjá pabbanum. Annasamri önn fer og að ljúka og við teljum niður dagana. Skólinn klárast um miðjan maí og á sama tíma byrjar fæðingar/sumar-orlof okkar saman - og það verður gaman. Þetta hefur samt allt saman gengið voða vel og þakkar mamman í hópnum fyrir að hafa Björgu (systur/vinkonu) hjá sér. Já það koma dagar og tímar þar sem ekki veitir af 4 höndum í það minnsta á heimili sem þessu. Er ekki alveg sammála þeim sem sagði að þegar þú átt orðið eitt barn þá muni litlu að bæta öðru við. Já - nei er hreint ekki sammála. 2 börn eru 2 börn og einhvern veginn geri ég ráð fyrir að 3 séu 3. Því fengum við vægt áfall um daginn þegar Rósa frænka hætti við að boða komu sína. Já þá sló hjartað hratt og

móðirin stökk því út í apótek og bað um eitt þungunarpróf takk. Börn eru alltaf blessun eins og amma mín heitin sagði eitt sinn en einhvern veginn bæði ég frekar um nokkur ár í viðbót með litlu yndunum mínum tveimur áður en ég yrði svo heppin á ný. Gaurarnir mínir eru líka ekki miklir perlarar ef svo má segja þ.e þeim finnst skemmtilegra að ærslast og gaurast en að perla og sá litli virðist ekkert gefa þeim eldri neitt eftir.

Við Styrmir erum farin að pæla pínulítið í húsakynnum eftir að heim verður komið því það styttist í að við þurfum að fara að spá í svoleiðis hluti fyrir alvöru - og hugmyndir um bólstruð gauraherbergi í kjallara hljóma einhvern veginn ekki illa. Eða kannski væri enn sniðugra að fara fram á vel einangrað húsmæðraherbergi - nei segi svona. Ég var nú svo mikill gaur í mér sem barn að ég get eiginlega ekki farið framá að synir míni tolli lengi við leiki þar sem adrenalínið fær ekki að renna á góðum hraða.
Annars höfum við tre amigos skellt okkur á skemmtilegan rólóvöll hér í nágrenninu eftir leikskólann því veðrið hér er ekki beint slæmt þessa dagana og því mjööög erfitt ná þeim eldri inn á daginn. Þar koma saman foreldrar og börn eftir vinnu/skóladag og hafa það huggulegt saman. Völlurinn er vaktaður en opinn öllum og hjól og ýmis leiktæki í boði. Það er dálítið skemmtilegt að segja frá því að hinum megin við girðinguna fá rónar hverfisins athvarf þar sem þeir hanga og sötra sinn bjór í friði og spekkt.

Það virðast allir vera sáttir með sitt og enginn að angra hvern annan. Mér þótti þetta ekki beint huggulegt þegar ég kom hingað fyrst en ég aðlagast eins og aðrir og nú er þetta eins eðlilegt og hvað annað. Hvar eiga róna-greyin annars að vera? heheh
bestu kveðjur gauramamman
6 ummæli:
Var gerð vorhreingernig á blogginu? Mjög flott.
Ofsalega langar mig að vera með ykkur á þessum róló að hanga. Frekar en að skrifa ritgerðir:)
Líst vel á sumarlegt lúkk! Gaman að heyra hvað þið eruð að bauka.. rólóinn er ekkert smá geggjaður. Vantar rosalega nokkur svona stykki víðs vegar um borgina :-)
Knús,
GB
Já komin aftur á Rónaróló, sem hefur fengið smá andlitslyftingu frá því í okt. Gott að Rósa frænka kom í heimsókn, þetta er gott í bili þeirra vegna líka.
p.s. Þú varst nú rosalega þægilegt barn, alltaf úti að leika þér og ekkert vesen ég tala nú ekki um hana Björgu.
Kveja mamma.
hehehe.. já ég var rólegt barn... leyfði mömmu að dúlla sér við að klæða mig og gera mig fína! ;) hehe
BJÖRG
Ég vona að þið fyrigefið mér, þetta var tíska þess tíma, bleik úlpa,blúndukragar,krumpugalli og allt hitt.Biddu bara Anna mín þangað til að synir þínir fara að rifja upp dressin sem tískulöggan lét þá í.Ha haa kv ma.
Hæ hæ.
Alltaf gaman að lesa þessa síðu. Kannast við það að eiga svona ,,anti" perlara. Annars er mjög þægilegt að þeim finnst gaman að leira og geta helst dundað ,,lengi" við það, allt að hálftíma í einu. Þá fer Gunnar að smakka á honum og þá er best að hætta.
Kærar kveðjur til ykkar í góða veðrinu,
Linda Rós.
Skrifa ummæli