miðvikudagur, mars 07, 2007

Lúserarnir

Það er greinilega einhver sem hefur áhyggjur af því að við höfum ekki nóg fyrir stafni hér á Axel Heides gade. Bólurnar á Birgi Steini eru orðnar þurrar og hættar að valda smiti eða kláða og því var kominn tími á nýtt project.
LÚS var það heillin. Það var svona vægast sagt nettur hrollur á öllum þegar það var staðfest að nýir gestir væru mættir og það af lakari endandum. Gráir og ljótir og ekki nóg með að maður veiti þeim húsaskjól þá þurfa þeir að sjúga mann inn að beini. OJJJJJJJJJJJJ!
Fjölskyldufaðirinn lúsaðist því út í apotek og fjárfesti í kambi og lúsasjampói og var öll fjölskyldan þrifin þrátt fyrir að kvikindin hafi bara fundist í leikskólabarninu. Það tekur þær víst nokkra daga að klekjast úr eggjum svo að það er nú kannski dáldið líklegt að þar sem að krílið kemur uppí á hverri nóttu og fær eins og 10000 knús á dag að þeim hafi tekist að krækja í lokka hinna í fjölskyldunni. Ojjj ég fæ nú bara hroll við að skrifa þetta.
Doktor.is segir manni að vera ekkert að stressa sig á að þvo fatnað og rúmföt þar sem að kvikindin deyi fljótt eftir að þau fari úr hlýjum, rökum og blóðríkum hársverðinum - right.
Ég er sem sagt búin að henda í einar 5 vélar síðasta sólarhringinn og enn bíða nokkrir staflarnir eftir að komast að...
Anyways nóg af viðbjóði.
Það er spáð 10 stiga hita og sólkskini í Köben í morgun og stefnan er tekin á rölt um ný hverfi með Kristínu Loga. Gaman að því
Bestu kveðjur Lúsí Lú

8 ummæli:

Hrefna sagði...

sjit hvað mig klæjar alls staðar eftir þennan lestur. Ég er einmitt alltaf að skoða hausinn á dóttur minni því ég er svo hrædd við þessi dýr. Vildi samt að þau virkuðu eins og hlaupabóla þ.e. ef maður er búin að fá hana einu sinni þá getur maður ekki fengið hana aftur. Gangi ykkur vel í þessum bransa. Annars hef ég heyrt um lúsakamb sem lætur lýsnar fá raflost, he he það væri mátulegt á þær.

Nafnlaus sagði...

Kræst - hvenær fáið þið eiginlega frí frá þessum veikinda/bögg pakka... er eitthvað sem þið eigið eftir að taka inná heimilið...?

Vonandi fer þetta nú að vera búið... bestu kveðjur að norðan :)

Ings McLúsFree

Nafnlaus sagði...

Úff- ég einmitt lifi í stöðugum ótta við þessi kvikindi. Býð spennt eftir að þær láti sjá sig á heimilinu. Annars sagði ein kona mér að þegar sonur hennar fékk lús þá hafi hún um stundarsakir misst sig og rankað við sér nokkrum klukkustundum seinna við það að vera sótthreinsa símtólið. Þá hafi hún sagt nóg komið og lét nægja að kemba barninu í nokkra daga. -Hef heyrt að best sé að setja olíu í hárið og kemba svo. Gangi ykkur vel!!
Kveðja Þóra.

Nafnlaus sagði...

Ég kann því miður engar sniðugar lausnir gegn þessum fjanda. Er ennþá með gæsahúð eftir lesturinn, en þú getur huggað þig við það að lúsin sést, hún kemst ekkert undan ef þú ræðst á hana með kambinum..

Úff klæjar í hausinn núna!

Nafnlaus sagði...

Hæ.

Það er alls staðar sama sagan. Lús hér, njálgur þar og hlaupabóla út um allt. Blessuð litlu krílin.

Gangi þér vel með þvottinn.

Linda.

Guðrún Birna sagði...

Ok sem betur fer hafið þið sól og hlýju til að lýsa (hehe) upp dagana hjá ykkur og nú er nóg komið af pestum! Gangi ykkur rosa vel :-)
Knús úr Kópó,
GB

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að vera að klóra mér í hausnum á meðan ég las bloggið þitt og kommentin - þetta er ótrúlega sálfræðilegt. Var að spá í að kíkja á ykkur í næstu viku - er á báðum áttum hvort ég þori :)
En nú hljótið þið að vera komin með ykkar skammt. Frábært veðrið þessa dagana - maður er bara um það bil að fara að pakka vetrarfötunum niður.
Kv Aníta

Nafnlaus sagði...

Við getum kannski bara haldið lúsíuhátíð hér á Axel Heides?