sunnudagur, mars 04, 2007

söguleg helgi

Gamli kallinn pabbi minn varð fimmtugur um helgina. Þau skötuhjúin skelltu sér til Boston af því tilefni og héldu uppá afmælisdaginn með pompi og pragt að mestu inni á hótelherbergi. Frú Flensa þurfti nefnilega að troða sér með. Alveg hreint ótrúlegt hvað hún þarf alltaf að mæta þegar henni er alls ekki boðið. Við hér á Axel Heides hlökkum bara til að fá þau hingað til okkar um páskana og ætlum sko að bæta upp fyrir misheppnaða afmælisdaginn með blöðrum, kökum og afmælissöngi fyrir elskulega pabba/afa okkar.

Arnar Kári átti líka afmæli um helgina, þann sama dag, 3. mars og varð 7 mán (hugsa sér - hann sem fæddist í gær). Ormurinn er farinn að gera sig ansi mikið líklegan til skriðs og nú bíðum við eftir að skriðdrekinn fari af stað. Hann er líka farinn að standa upp í rúminu sínu - tók uppá því núna um helgina svo að það styttist í að stóri bróðir fái leikfélaga eða kannski ekki leikfélaga.

Amma Dísa kom í helgarheimsókn og áttum við æðislega tíma með henni. Sýndum henni leikskólann, röltum um bæinn í blíðviðrinu, fórum í dýragarðinn, í Fields og að lokum í geggjaðan kvöldverð (bara við hjónin og hún) á Ástralskan veitingastað hér í bæ þar sem bragðað var á krabba, emóa og kengúru og allt kom mjöööög skemmtilega á óvart.

Ólætin í borginni virðast vera í rénum, enda kominn tími til. Finnst þetta persónulega pínu þreytt. Vissulega eru einhverjir þarna að mótmæla af líf og sál en skilst að meiri hlutinn séu illa uppaldir mið-hástéttar unglingar og atvinnumótmælendur. Djö væri ég búinn að loka unglinginn minn inni ef hann hegðaði sér svona. Hústökufólkið er víst líka búið að fá boð um annað hús svo að hvað er málið. Vilja þeir einbýlishús og garð með gosbrunni, sorry húsaleysisbætur (eða hvað þetta nú kallast) og hundastyrkir verða að duga.

Hversdagsleikinn tekur aftur við nema hvað að morgundagurinn verður örlítið öðruvísi en aðrir mánudagar því leikskólinn er lokaður sökum starfsdaga og því ætlum við tre amigos að gera eitthvað skemmtilegt saman.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ!
Ji minn Arnar Kári orðinn 7 mánaða - ótrúlegt - og "litlu" krílin okkar að verða 3ja.
Fórum yfir til Köben um daginn í heimsókn með tengdapabba. Fórum í þá góðu búð Fötex og fylltum skottið af svalandi vökva - sem er sko mun ódýrari en hérna í Svíþjóð. Já og svo fengum við loksins almennilegar möppur - svíar þurfa sko að hafa annað gata sýstem hér.
Kannski kíkjum við mæðgur yfir til ykkar í næstu viku!!!
Kv Aníta