Arnar Kári er kominn með hlaupabólur og það nokkuð fleiri en bróðirinn. Þær eru nú þegar orðnar a.m.k tvöfalt fleiri en Birgir var með og enn getur þeim fjölgað því talað er um að bólurnar séu 3-6 daga að koma fram. Litla greyið er greinilega að finna fyrir þessu því hann er dáldið pirraður og sefur verr en vanalega, klæjar örugglega helling. Við reynum að bera á bólurnar til að minnka kláðann og svo er bara að vona að í þetta eina skiptið að tíminn líði örlítið hraðar. Auk bólanna þá birtust tvær litlar krúttlegar tönnslur í neðri góm samtímis.
Já það gerist ýmislegt í Danmörkunni!
Óeirðunum er nú eitthvað að linna hér. Þetta er nú meira ruglið segjum við hér langt í burtu. Við höfum nú ekki gerst svo fræg að fara uppá Nörrebro enda skilst mér að nokkrir saklausir íbúar þar sem ætluðu bara að stökkva út og grípa eins og einn Kebab hafi bara endað í jailinu. Vinkona Bjargar fór með kærastanum í smá skoðunarferð og enduðu í maze-attack lögreglunnar. Já það er bara best að halda sig hér þar sem rólegheitin eru.
Þetta er orðið ein allsherjar vitleysan eins og ég hef áður sagt. Búið að kosta ríkið heilan helling og íbúar á Nörrebro eru æfir því auk vandræðanna sem þetta hefur valdið þeim þá þurfa þeir að greiða fyrir ýmsar hreinsanir á eignunum sínum auk þess sem öll kommunan er nú að greiða fyrir viðgerðir, götuhreinsanir og annað þar fram eftir götunum. Ég las í Nyhedsavisen að íbúar einnar blokkar þarna uppfrá hefðu staðið vörð um dótið sitt því eins og sést hefur í fréttum eyðilagði mótmælendapakkið allt sem það komst í tæri við: reiðhjól, vagna, bíla og bara allt sem varð á vegi þeirra. Þessir íbúar réðust að manson-ormunum þegar þeir ætluðu að taka dótið þeirra og berstrípuðu þá - heheh héldu þeim niðri og klæddu úr öllum fötum svo að unglingarnir sem undir grímunum eru greinilega jafn spéhræddir og aðrir venjulegir unglingar, létu sig hverfa frekar en að láta sjá sig nakta.
Svo er þessi trúarsöfnuður sem átti húsið annar kapitali út af fyrir sig. Fyrir mitt leyti hefði ég frekar viljað hafa svartmálaða unglinga sem nágranna mína heldur en þetta öfgafulla halelúja-lið. Þetta bara getur ekki farið vel og er greinilega langt frá því að vera búið. Fyrir helgi var Magasín-ið "okkar" vaktað af tugum lögreglumanna því frést hafði að ungdómurinn ætlaði að gera það að nýju ungdómshúsi. Já þannig var það!
Nóg af Dene í bili
sunnudagur, mars 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Æi leiðinlegt að heyra að litla krúttið þurfti líka að fá hlaupabóluna - vonandi er þetta fljótt að ganga yfir. Við sem sagt erum ekki á leiðinni í heimsókn næstu daga :(
Annars er bara vorfílingur í okkur - erum úti í garði að leika og hitinn kominn upp í 12,5° - stefnir sem sagt í mjög góðan dag hérna :)
Bestu kveðjur Aníta og co
hæ.
einsi fékk líka verri hlaupabólu en sara...
hann var miklu veikari og fékk fleiri bólur.
greinilega verra eftir því sem maður er yngri!
en ég bið annars kærlega að heilsa ykkur öllum.
gaman að lesa bloggið þitt :)
kv,
anna.
ó mæ god - var innilega að vona að þetta væri búið hjá ykkur...
Annars er bara allt gott að frétta af okkur - big F að fara til dagmömmu á fimmtudaginn.... og styttist óðum í working 9 to 5 hjá mér...
Knús og kossar,
Ings og Franklín
Skrifa ummæli