Ég skellti mér í borgarferð í gær með Kristínu og Arnari Kára. Malmö varð fyrir valinu, þá aðallega vegna pop (polarn'o pyret) en líka bara til að njóta blíðunnar í Sverige. Þar sem veðurfarið hefur verið ansi notarlegt að undanförnu var farið að vanta léttklæðnað í leikskólann. Birgir Steinn hefur komið sveittur heim undanfarna daga eftir að hafa verið í snjógallanum í 12 stiga hitanum og því var ákveðið að endurnýja útifötin. Greinilega ekkert lát á vextinum hjá þeim stóra því það sem var vel stórt fyrir ári síðan er orðið alltof lítið í dag og því ekki hægt að endurnýta mikið þar. Þá er bara að nota barnabæturnar í það sem þær eiga víst að notast í og dressa barnið almennilega. Pop er náttúrulega bara snilld og þá sérstaklega útifötin og því borgaði ég svíunum fullt af þúsundköllum fyrir jakka, hlífðarbuxur og húfu, með glöðu geði.
Annars er stefnan tekin á góðan göngutúr á eftir með litla köttinn því þetta á víst að vera síðasti hlýi dagurinn í bili. Spáð rigningu og ekki svo miklum hita um helgina og eitthvað fram á næstu viku.

Sendi annars stórt knús og einn risa afmæliskoss til stórvinkonu minnar GB. Vona að morgundagurinn verði ljúfur - síðasta sinn á þrítugsaldri. Best að njóta þess í botn því framundan eru líklegast grá hár og liðverkir xxx
3 ummæli:
Hí hí - fyndið ég fór einmitt yfir til Köben í gær - var í Fields - eyddi nú reyndar ekkert brjálæðislega miklum þúsundköllum -enda væri það vitleysa þar sem það er nú ódýrara að versla hérna í Sverige. Keypti reyndar sumarsandala á Sylvíu í Ecco (hlýtur að vera ódýrara í DK) - þýðir víst ekki lengur að vera í kuldaskónum hérna. Gott að allir eru að hressast - náum kannski að hittast áður en við förum til Íslands 6. maí.
Kv Aníta
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt Anna mín. Svakalega er gaman hvað veðrið er gott þarna hinum megin. Við búum bara til snjókarla hér á meðan.... spurning um að þið sendið smá vor til okkar hér á Fróni ;)
Heyrumst
Maja
Æðislegt veður - frábærar myndir! Takk fyrir kveðjuna vinkona :-) Njótið góða veðursins. Greinilega snilld að vera í Dene.
Knús og kossar,
afmælisbarn morgundagsins.
Skrifa ummæli