fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Min mor!

Litla (stóra) krúttið mitt var kominn uppí rúm, búinn að fá lestur og 100 góða nótt kossa en samt ekki alveg tilbúinn að fara að sofa. Klessurnar (mamman og frænkan) sátu í sófanum að undirbúa sjónvarpsgláp og pabbinn að læra þegar Einar Áskell byrjar að gala: Mamma, mamma............ maaaaaaaaammmmmmaaaaaaaaaaaaa!
Mamman var ekki alveg að nenna þessum leik og leyfði honum að kalla nokkrum sinnum án mikilla viðbragða og vonaðist til að hann myndi bara sofna út frá köllunum en eftir smá stund heyrðist hátt og snjallt. MIN MOR!
Það var náttúrulega allt sem þurfti og mamman stökk uppúr sófanum.
Barnið er farið að tala dönsku..... eða alla veganna 2 orð.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji hann verður farinn að tala reiprennandi dönsku í sumar

Nafnlaus sagði...

hahahah, frábært. Fyrstu orðin hans á dönsku...að sjálfsögðu mamma!! Æði, hlakka til að hitta ykkur og fá að heyra BS tala dönsku. hehehe

Nafnlaus sagði...

oh gleymdi að kvitta,
kv, Áslaug

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.

Mikið er hann Birgir Steinn klókur, hann verður fljótur að ná dönskunni ef hún virkar svona vel.

Göngutúrar eru mjög andlega upplyftandi, notaði þá mikið þegar ég var leið í Engló og þeir virkuðu ALLTAF.

Kveðja,
Linda.

Nafnlaus sagði...

æ hann er svo sætur :o)
bið kærlega að heilsa.
anna.

Nafnlaus sagði...

Gvuð hversu krúttlegt er þetta, ég einmitt stekk til ef Franklín nær óvart að mynda orðið "mamma" :)

Knús til ykkar,
Ings og Frankie

Nafnlaus sagði...

Miðað við viðbrögðin sem hann fékk verður hann farinn að tala dönsku á nokkrum dögum ;) Þau eru fljót að fatta hvað virkar til að fá athygli haha :)
hilsen
Lilja