Já hann Birgir Steinn er ansi duglegur að bjóða heim dönskum vírusum þessa dagana, okkur til lítillar gleði. Hann er nú greyið að stíga uppúr sinni annarri pest á skömmum tíma. Þetta hafa því verið ansi þreyttir dagar fyrir okkur foreldrana jafnt sem börnin á heimilinu. Arnar Kári hefur sloppið við hita hingað til en tókst að næla sér í smá kvef - hor í nös og hósta. En vonandi er það
allt og sumt. Leiðindavírusinn sem hefur hefur herjað á heimilið undanfarna daga tókst hins vegar að valda því að Birgir Steinn missti af grímudeginum sem hann hefur beðið spenntur eftir. 
Hann fékk nefnilega Batman búning frá frændsystkinum sínum í jólagjöf og hefur verið ansi iðinn við að máta hann undanfarið og spurt mig reglulega hvenær hann megi fara í honum í leikskólann. Puhhhuuuuuu..... sem betur fer er búningurinn í stærð 6 svo að hann getur örugglega notað hann á næsta grímudegi að ári.
Veðrið hefur annars verið frábært undanfarið og nú er bara að vona að með hækkandi sól hverfi allt sem heitir pestir og flensur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli