,,Það vildi ég að ég hefði áhyggjur yðar frú Sigríður" Þetta átti einn gamall (42 ára) skemmtilegur bekkjafélagi úr háskólanum til að segja þegar honum fannst fólk kvarta yfir "engu".
Það vakti mig til umhugsunar þegar góð kommentavinkona og mágkona talaði um breyttan tíðaranda. Ég upplifði það nefnilega um daginn að vakna og vera bara dálítið leiðari en aðra daga. Fannst ég einmana ( þrátt fyrir að vera langt frá því að vera ein - með yndislega yngri son minn hjá mér) og aldrei verða neitt úr dögunum mínum. En á meðan á þessum hugsunum stóð var hreinlega bankað í bakið á mér og mér varð hugsað til ömmu minnar heitinnar Gretu. Hún átti aldrei bágt (að henni fannst) samt upplifði hún ýmislegt meira og verra en margur annar. Missti meðal annars barn nokkurra daga gamalt og eiginmann langt fyrir aldur fram en aldrei missti hún móðinn. Hún var lífsglöð og glöð með sitt og einhvern tíman og ég veit hvenær - þá tókst henni að arfleiða mig örlitlu að þessum dýrmæta lífsþrótti sínum. Ég ákvað því á þessu augnabliki að fá mér góðan hressandi göngutúr og gera TO DO-lista og nú strika ég atriðin út hvert á eftir öðru með skærbleikum penna til að undirstrika það að ég afreka meira en ekki neitt yfir daginn.
Í dag eiga hins vegar margir voðalega erfitt og mikið bágt. Sumir þeirra kljást við vel yfirstíganleg vandamál á meðan aðrir berjast við erfiðari verkefni en svitna varla einum dropa. Ég dáist af fólki (fólkinu mínu) sem lætur ekki deigan síga og berst eins og hetjur við alvöru lífsins.
Á sama tíma verð ég líka dálítið pirruð þegar fólk vælir og kvartar yfir "ekki vandamálum". Dagurinn í dag býður uppá endalaus úrræði - endalausa alls konar therapista sem aðstoðar fólk með allt milli himins og jarðar. Þetta er í rauninni besti tíminn til að díla við ekki vandamál, þ.e ef maður vill leysa þau!
Það eru forréttindi að geta haft áhyggjur af "bólunni" á nefinu eins og einhver sagði...........
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
;) Við þurfum líka stundum að rekast á botninn til þess að ná góðri spyrnu upp á topp aftur :)
kv.
Lilja
Heyr heyr Anna mín. Þetta fékk mig til að spýta í lófana í dag!!
Akkúrat! Stundum þarf maður smá áminningu og þetta blogg var mín áminning!
Þú ert svo mikill snillingur Anna mín jii ég get bara ekki sagt það nógu oft. Þú veist alveg hvað skiptir máli í lífinu og stendur þig svo frábærlega vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Fólk ætti stundum að væla minna og gleðjast meira því það er svo margt til að gleðjast yfir. Snilldarblogg :-)
Knús,
GB
Já held að það sé snildar hugmynd að búa til lista yfir það sem maður ætlar að gera í dag eða næstu daga og strika yfir þegar það er búið. Það er nefnilega heilmikil sálfræði í því.Þú ert svo mikil félagsvera, get því alveg ímyndað mér að vera þarna úti og enginn heima nema þú og litli molinn þinn, sé stundum einmannalegt.En þá er um að gera að drífa sig út og fá sér einn góðan göngutúr eins og hún amma þín Greta hefði gert. Mamma.
Elsku Anna, þú ert algjör inspiration! maður þyrfti að hafa svona lesningu vistaða e-s staðar til að ýta við manni þegar maður er að vorkenna sjálfum sér. Luv Guðbjörg
Skrifa ummæli