Ég les stundum blogg Sigmars úr kastljósinu. Þar er á ferðinni hreint frábær penni og pistlarnir yfirleitt áhugaverðir en umfram allt vel skrifaðir. Hann skrifaði pistil um Breiðavíkurmálið sem ég held að allir séu sammála um að sé einn stór viðbjóður út í gegn. Ég átti erfitt með að gráta ekki með þessum mönnum þegar þeir voru að segja frá lífsreynslu sinni og varð alveg viðbjóðslega reið að hugsa til þess að þarna hefðu drengir verið sendir af barnaverndaryfirvöldum. Hvernig stendur á því trekk í trekk að upp koma mál þar sem börn eru misþyrmd jafn viðbjóðslega og raun ber vitni og enginn hefur haft krafta og hugrekki (ef þess þarf) til að stöðva. Því ég vil trúa því að margir hafi nú haft vilja. Í þessum málum sem upp hafa komið á undanförnum misserum hefur komið í ljós að jafnvel fjöldinn allur af fólki vissi að ekki var allt með felldu eins og á heimili Thelmu og á þessu drengjaheimili - ótrúlegt alveg.
Í pistli Sigmars um þetta mál er hann að svara öðrum bloggara sem hann segir að sé kennari við Háskóla Íslands. Sú hin sama segir nefnilega orðrétt í sínu bloggi að "Fullorðnir menn hafa verið dregnir fram í sviðsljósið til að greina frá skelfilegri lífsreynslu sinni - til að skemmta áhorfandanum heima í stofu." Já sitt sýnist hverjum. - Kíkið á bloggið hans.
Takið líka eftir því að hann hefur fengið 65 komment inn á pistilinn sinn.
Ég lifi alveg fyrir mín komment (ég veit dáldið shallow en þannig er þetta bara hjá okkur bloggurunum) en þau eru svona yfirleitt á bilinu 0-5.
Gaman að því.
Koma svo kommenta kæru vinir !!!!!
mánudagur, febrúar 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ævisaga Sævars Ciecelskis kom út fyrir nokkrum árum, en hann var einn af þessum drengjum, og í henni kom í ljós þetta ógeðisofbeldi sem átti sér stað. Íslenska þjóðin var greinilega ekki tilbúin til að gúddera þetta og keypti ekki bókina og málið var þaggað niður. Það er ekki fyrr en núna sem við þolum að hleypa þessu máli í dagsljósið. Kannski var það tíðarandanum að kenna að fórnarlömb slíks kynferðisofbeldis áttu að lifa bara með sinni skömm og hafa ekki hátt um það til að skemma ekki líf annarra. Sem betur fer er það að breytast.
Hæ hon
vildi bara láta þig vita að ég væri komin heim frá Svíaveldi í hlýjuna... en án djóks var töluvert kaldara í Stokkhólmi en hérna, maður hreinlega varð bara að hlýja sér í búðunum :)
Anyways, knús og kossar til ykkar,
Ings og Co.
Já örugglega er það málið. Það hefur margt breyst á hálfri öld og eins og þú segir þá hélt fólk vandamálum sínum út af fyrir sig og ekki þótti við hæfi að skipta sér af lífi annarra. Ekki þótti við hæfi að væla né kvarta - Í dag kvarta hins vegar allir og væla yfir hinu og þessu sem varla má teljast til vandamála...
Hey hey - hef líklegast verið að svara Stellu á sama tíma og þú skrifaðir kommentið því að það var ekki komið en samt er mitt á eftir þínu. Hehehe skrítið.
Alla veganna velkomin heim - hlakka til að heyra frá Sverige.
knús og kossar akg
Hellú
þetta er náttúrulega bara hreinn viðbjóður sem maður er að heyra þessa dagana...og svo er þetta að koma upp í Austurríki með mömmuna sem lokaði 3 börn inni í 7 ár og þau óðu skít og viðbjóð upp að mitti!!
En yfir í allt annað þá sá ég að þið hafið skellt ykkur í sund í DGI-byen...flott þar, meira að segja sér laug fyrir risastökkbretti. En það er líka svona í Malmö..fórum stundum þangað, minnir að það hafi meira að segja verið smá útisvæði sem vantar náttúrlega alveg í góðu veðri á sumrin. Smá "sunnudagsbíltúr" með sundferð og náttúrulega aðeins kíkt í búðir og borðaður góður matur og svo heim með lestinni aftur...snilld!!
Takk fyrir þetta góða innlegg Inga mín. Já við erum svona aðeins farin að vakna til lífsins og ætlum að reyna að vera dugleg að skoða Köben og nágrenni.
kv.akg
Skrifa ummæli