Við skelltum okkur sköturnar (skötuhjúin - finnst þetta orð alltaf merkja tvær skötur) með strákana í sund. Það var hreint frábært að skola af sér skítinn í klórnum. Það er nokkuð stór innisundlaug hér rétt við Hovedbanegård með öllu til alls, svæði fyrir lítil börn með nokkrum misdjúpum pollum og svo önnur svæði fyrir eldri og syndari. Arnari Kára leist svo sem ekkert sérstaklega á þetta til að byrja með en þegar við mæðginin vorum komin ofan í laugina til pabbans og stóra bróðurs þá fyrst fór að sjást í brosið. Held hreinlega að eldri bróðirinn sé farinn að skipta hann meira máli en mjólkurbeljan og bóndinn. Hann vældi og mótmælti þessum nýja stað og þrátt fyrir sonasona þá hætti hann ekki fyrr en hann sá stóra bróður sinn. Já já maður veit hvar maður stendur ( alla veganna ekki í fyrsta sæti - gaman að því ).
Ég hreinlega furða mig á því af hverju í ósköpunum sé ekki að finna slíkan innisundlaugastað í Reykjavíkinni. Innihluti Laugardalslaugar er alveg glataður og greinilega bara hugsaður til æfinga, litli innipollurinn í Árbænum alltaf troðinn af fólki og eiginlega ekki hægt að vera þar mjög lengi út af bergmáli og látum og Sundhöllin óhentug litlum börnum í alla staði (man ekki eftir fleiri innilaugum í augnablikinu). Íslendingar, sundglaða þjóðin sem mætir meira að segja með ungabörn í útisund að vetralagi, ættu að fara fram á innisundlaugaparadís í höfuðborginni. Gæti verið hannað í anda náttúrunnar og þannig orðið turista attraction - nei segi svona. Vissulega þarf allt að borga sig upp og ég er viss um að þessi hugmynd væri ekki lengi að borga sig.
Eftir sundið á laugardaginn gerðumst við svo fræg að kíkja í kaffi til hans Frikka Weisha...... á Londromat. Voðalega ágætur staður og bara nokkuð ágætur matur (þó ég hafi nú fengið hann betri). Það sem ég var hins vegar ánægðust með og nú fær Frikki 3 stjörnur var reyklausa svæðið (stærra en reyksvæðið, sem er einsdæmi í Köben, fram að 1.mars) og svo var hann með dótakssa fyrir börn. Já hann Frikki veit hvernig maður á að koma fram við fólk, unga sem aldna - enda "athafnamaður" (hér er vitnað í hans eigin orð)
Jæja þá er ný vika tekin við og ný viðfangsefni, allt um það síðar.
Ef einhver er til í að framkvæma innisundlaugardæmið þá er ég til..... get lagt fram kannski nokkrar krónur og vinnuanda, á nóg af honum.
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Frábær hugmynd Anna K. Þú er svo mikill snillingur :-) Væri alveg fínt að gera farið í skemmtilega innilaug með strákana! Fyndið það sem þú skrifar um þá bræður en við erum að upplifa alveg það sama - erum ekki lengur fyndnust og skemmtilegust - það er alveg ljóst.
Knús til Dene, GB
Já svona innisundlaug væri alveg málið!! Spurning um að tala við einhvern fjárfestinn!? Annars er víst komin góð innilaug í Keflavíkina... það verður gerð sérferð í sumar til að tékka á því :)
kv.
Lilja
Sæl anna mín læðist hér inn annað slagið að lesa. Ég hef labbað fram hjá þessari sundlaug og legið á glugganum af öfund og ætla sko sannarlega að prófa hana við tækifæri. Væri til að hafa eina slíka hér í reykjavíkinni. Haltu áfram að blogga
Kveðja Ingibjörg Jóhanna
Skrifa ummæli