mánudagur, janúar 08, 2007

sælan búin og nýtt ár hafið

Þá er sælan á klakanum búin og nýtt ár hafið með nýjum heitum. Strengdi reyndar engin heit þessi áramótin en ætla bara fyrst og fremst að njóta þess að vera hér í kóngsins Köbenhavn með family.
Við höfðum það svoooo gott yfir jólin að það var bara frekar erfitt að kveðja. Rútína strákanna er náttúrulega í rúst eins og flestir foreldrar þekkja svona í byrjun nýs árs. Birgir Steinn er eiginlega ennþá í sykur-, áts- og ömmu og afa-sjokki og sofnar alltof seint og sefur alltof lengi. En svona er þetta bara og eiginlega ekkert nema gaman að bregða smá útaf vananum - eða það segjum við.
Ég heyrði hins vegar af pari sem er ekki sama sinnis. Þetta ágæta par býr í Þýskalandi, þar sem REGLUR og RÚTÍNUR ráða ríkjum, og ákváðu að heimsækja fjölskylduna á Íslandi yfir jólin. Þjóðverjinn var hins vegar engan veginn tilbúinn að "missa tökin" og því voru börnin komin uppí rúm fyrir 18 og svo á fætur um miðja nótt - þau máttu hvorki missa rútínuna né verða vör við tímamismuninn.
Flestir foreldrar eru sammála um að rútína sé börnum góð en eru ekki takmörk fyrir öllu?
Ég held að það sé líka ansi mikilvægt að geta breytt út af vananum án þess að það kosti mann kvíða og svita. Að sjá að lífið er ekki bara svart eða hvítt. Við hreinlega verðum að kunna að horfa í aðra átt þegar lífið gerir vart við sig.

Við erum alla veganna voða glöð með Íslandsferðina og algjörlega endurnærandi að vera í faðmi fjölskyldu og vina. Svo vorum við líka á 5 stjörnu hóteli á Sjafnargötunni svo að það er nú bara hægt að líða vel eftir svoleiðis dvöl.
Raunveruleikinn er nú tekinn við og vænti ég þess að allt verði back to normal á næstu dögum. Fyrsti dagurinn á leikskólanum er á morgun og mæting er fyrir 9.30. Því er bara að fara snemma í bólið svo allir verði hressir og glaðir og tilbúnir að takast á við ný viðfangsefni á nýju ári - 2007-

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, það tekur enga stund að komast í rútínu aftur.
bara að sleppa því að leggja sig einn dag og þá er þetta komið ;) virkaði allavega á þessum bæ :o)
hafið það sem allra best.
knús,
anna.

Guðrún Birna sagði...

Hæ hæ! Já sveigjanleiki er málið - með reglu og rútínunni hehe. KS er einmitt að skríða á fætur á milli 9 og 10 og fer að sofa seint í samræmi við það. Nú er það bara harkan :-) Gangi ykkur rosa vel í aðlöguninni. Takk fyrir frábærar samverustundir á klakanum. Sakna þín og ykkar nú þegar!
GB

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að allir séu sáttir við dvölina á Íslandi. Alltaf gaman að takast á við ný verkefni eins og að koma reglunni aftur á.Vonandi gengur vel hjá Birgi Steini í leikskólanum. Við afi erum alltaf að hugsa um það hvernig þetta komi til með að ganga.Vorkennum honum að skilja ekki neinn þar.En vonandi kemur þetta fljótt. amma Greta.