sunnudagur, janúar 14, 2007

mbl blogg og fleira

Nú er maður náttúruega svakalega duglegur að fylgjast með málefnum líðandi stundar, alltaf með puttana á púlsinum. Þar sem ég sit með kaffi lattó (eins og sonur minn kallar það) og les frétt um posh-parið Victoriu og David sé ég að vitnað er í bloggfærslu stórvinkonu minnar og ofurbloggara, Guðrúnar Birnu. Hehe við leggjum greinilega áherslur á mikilvægustu fréttirnar - eða lesum hreinlega allan moggann (líklegri skýring). Þarna hefur Vic fengið sínu fram, eins og yfirleitt er með konur. Það er bara ekki hægt að búa á Spáni eða Englandi þegar maður er að rembast við að verða frægur í ammeríkunni. - Spánn er það ekki eitthvað ofan á brauð? er t.d spurning sem gæti vel komið úr munni margra "stjarnanna" í Bushlandi.
Vic og Dave eru sem sagt á leiðinni til LA og hafa vingast við Tom Cruise og Kate Holmes. Úfff gleymdist að aðvara vitlausu útlendingana, eða hvað? Líkur sækir líkan!

Engin ummæli: