mánudagur, janúar 29, 2007

góðir gestir kvaddir

Ég virðist bara blogga eftir helgar þessa dagana því eins og síðast að þá er frábær helgi að baki. Áslaug, Gulli og Hera Huld komu í heimsókn og voru hjá okkur í 3 nætur. Reyndar voru þau svo heppin að Arney og Pippi hér uppi á fimmtu voru ákkúrat á Íslandi á sama tíma og voru svo yndæl að bjóða þeim pleisið sitt. Það var eiginlega bara eins gott að þau gátu verið annars staðar yfir hánóttina því þeir bræður hafa átt "næturspretti" undanfarna daga. Birgir greyið er búinn að vera lasinn núna í heila viku og er eiginlega enn hálf tuskulegur. Arnar Kári hefur líka verið að vakna á nóttunni og ekki sofið eins lengi og vel og áður svo að það er kannski líka einhver smá pest í honum þó svo að hann sé nú hitalaus og að mestu kveflaus.
En þrátt fyrir flensuves var algjört æði að fá góða vini í heimsókn. Áslaug og Gulli voru með fullar töskur af góssi handa okkur nammigrísunum. Fylltu skápa hér af djúpum, kúlusúkki og öðru íslensku góðgæti. Vita greinilega hvernig á að gleðja vini sína :) Komu reyndar líka með frystan fisk og slógu því alveg í gegn hjá heilsufríkunum í hópnum (sem eru nammigrísirnir í dulargervi). Birgir Steinn var svoooooooooooo spenntur fyrir henni Heru sinni að það var bara næstum einum of. Hann gat hreinlega ekki verið nálegt henni án þess að knúsa hana og snerta og líka smá pota og stríða. Hann varð hálfgert hrekkjusvín með þessum hita og Hera fékk aðeins að kynnast því. Held hreinlega að hann hafi bara verið svona skotinn í henni og ekki alveg höndlað þessar tilfinningar, eins og svo margir karlmenn þekkja, hehe. Heru greyinu er örugglega létt að vera laus við gaurinn.
En Áslaug og Gulli voru ekki þau einu sem heimsóttu okkur um helgina heldur kíkti Stella mágkona í vöfflur á sunnudeginum. Það var frábært að fá Stellu í heimsókn. Frændanum fannst nú samt eitthvað vanta því í hans augum eru HabbogHella ein heild og því dálítið skrítið þegar það vantar svona alveg helminginn af manni. Við bíðum því bara eftir að fá að skemmta okkur í Köben með H&H.
Ömmurnar voru líka búnar að spotta ferðalangana og fengu þau til að flytja heilu rekkana úr matvörubúðunum sem og barnadeildina í Next, til Köben. Já það er gott að eiga góðar ömmur, það er víst.
Birgi fannst svolítið skrítið að Hera væri svo bara farin í morgun en sagði mér að hún kæmi aftur - já það vonum við svo sannarlega.

Takk fyrir æðislega helgi xxxxxx

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhó og takk fyrir alveg frábæra helgi. Ferðalagið heim var frekar langt og strangt og við lentum ca 2 tímum á eftir áætlun. Hera var frekar leið á heimleiðinni því hún uppgötvaði að hún kyssti alla bless nema Arnar Kára. Svo sagðist hún bara kyssa hann tvisvar næst þegar við komum ;). Hún vaknaði svaka kát kl 9 í morgun og tilkynnti mér að það væri búið að skíra dúkkuna og ég var vinsamlegast beðin um að láta ykkur vita að dúkkan heitir ANNA:)
Kærar kveðjur og takk kærlega fyrir allt..
Áslaug og co.