miðvikudagur, janúar 31, 2007

pirr pirr

Já þetta er svona einn af þessum pirr dögum. God hvað ég er pirruð - hvað er málið. Jæja það gengur yfir.. Nóttin var agaleg, vaknandi bræður á víxl eins og raunin hefur verið undanfarna viku og nú er úthaldið farið að segja til sín.
Birgir Steinn er enn með smá pest í sér þannig séð - er hitalaus en kvefaður og bara pirraður.

Já þessi pirrpest hefur numið land á AHG og vinnum við nú hörðum höndum við að gera hana brottræka.
Leikurinn í gær er heldur ekki að hjálpa til - god af hverju gátum við ekki unnið þessa helv.... dana. OHHHH!

Engin ummæli: