Fórum í helgarferð til Håssleholm til Ernu, Erwins og gríslinga. Lögðum af stað eldsnemma á laugardagsmorgninum búin eins og við værum á leiðinni til Tailands í 3 vikur, miðað við farangursmagn, en vorum bara rétt á leiðinni yfir Eyrarsundið í eina nótt. Já einhvern veginn þurfa þessi kríli allt að öllu sama hversu langt ferðalagið verður. Birgir og Arnar voru sem sagt ready í hvaða veður sem er en við foreldrarnir bara með það sem við vorum í - gallabuxur, strigaskó og jakka. Veðrið í Köben var ágætt 10 stiga hiti og smá rigning þegar við lögðum í hann en þegar nálgaðist áfangastað varð það nokkuð ljóst að við gamla liðið vorum engan veginn búinn undir skaflana sem tóku á móti okkur. Birgir var ekki lítið glaður að komast í snjó en við vorum svona einhvern veginn spenntari fyrir kósíheitum inni með heitu kaffi. Þetta var svona ekta afslöppum með góðu fólki, spjall, át og notalegheit - jú og smá gauragangur :)
Takk fyrir okkur kæru vinir xxx
mánudagur, janúar 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Frábært loksins myndir! Eina myndin af mér hefði mátt vera á þess að ég sé með neglurnar uppí mér en svona er þetta bara...
Það er spurning að ég hitti á ykkur á laugardaginn og færi ykkur góssið? Á ég ekki bara að koma til ykkar?
Skrifa ummæli