Við höfum fylgst með kosningum þingflokkanna núna um helgina í gegnum netið. Ég held að útkoman sé bara nokkuð góð. Hugsjónafólk á þing! Það er það sem skiptir máli. Fá fólk sem vinnnur af kappi að því að bæta og breyta því sem betur má fara. Ágúst Ólafur félagi okkar náði því sæti sem hann bað um enda hefur hann sýnt það í verki hvers vegna hann sækist í þetta starf.
Ég ólst upp í nespólitíkinni. Pabbi tók þátt í “slagnum” á Nesinu í einhver ár en þegar hann ákvað að skella sér í skóla og hætta í pólitíkinni þá hreinlega létti mér. Þeir eru margir sem tapa heiðarleikanum í þessari tík. Þeir skipta út heilindum fyrir atkvæði og hika ekki við þessi skipti. Þeir komast kannski að í það og það skiptið en ég held að til lengri tíma litið hljóti þessir einstaklingar að heltast úr lestinni. Ég trúi því alla veganna! Þau sem fengu góða kosningu Ágúst, flokksystir hans hún Jóhanna og Þorgerður Katrín eru fólk að mínu skapi - Ég myndi vilja að við kysum fólk en ekki flokka. En kannski myndu alltaf myndast flokkar hvort eð er, veit ekki....
Hverju myndi maður nú breyta ef maður gæti
- Fyrir það fyrsta bæta þjónustu við aldraða – fólk sem er búið að strita allt sitt líf og á skilið að klára þetta með stæl
- Koma ráðherrum í skilning um að heilbrigðiskerfið í þessari mynd verður aldrei rekið öðruvísi en í halla. Annað hvort þarf að breyta því eða átta sig á þeirri staðreynd. Í minni ríkisstjórn yrði alltaf lögð mikil áhersla á gott heilbrigðiskerfi og það kostar fullt.
- Hlúa að börnum og uppalendum þeirra – börnin eru framtíðin - en ekki atvinnuleysingjar eins og heiðblár sagði ...
Já ég myndi eflaust gera fullt fleira .....
5 ummæli:
Spurning um að Annan skelli sér bara á þing í náinni framtíð.... fengir pottþétt mitt atkvæði := MAJAn
Heiðblár???
Hehe þú ert snillingur Anna mín :-) Var einmitt nokkuð sátt við úrslit helgarinnar. ÞEtta er allt spurning um forgangsröðun því nóg eigum við að peningum þessi fáránlega ríka þjóð okkar!
Cheers, GB
Já ég rifjaði einmitt upp þetta fína komment heiðblá-s fyrir prófkjörið síðustu helgi, ekki alveg í anda baráttunnar.. hehe
;) Ingibjörg
En alveg í takt við niðurstöðurnar!
;)
Skrifa ummæli