þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Neyðin kennir naktri konu........

Fengum símtal frá Helle “vinkonu” okkar í dag. Helle er pladsanvisning-dama og sér um að úthluta börnum leikskólapláss. Aðrir Íslendingar í hverfinu hafa hvatt okkur til þess að gera þetta á íslenska mátann þ.e hringja oft og reglulega og senda meil og bara vera svolítið uppáþrengjandi og ýtin og þá komist strákurinn okkar fyrr inn en talað var um. En það ætlar víst ekki að duga í þetta sinn. Helle sem sagt hringdi í dag og bað um móðir barnsins.... Ég sendi henni nefnilega meil í fyrradag þar sem ég talaði um hversu mikilvægt það væri fyrir son okkar og allan hans þroska, félagslegan, andlegan, líkamlegan og ég veit ekki hvað og hvað að barnið kæmist inn á leikskóla. Helle var hins vegar ekki að hringja til að bjóða okkur pláss heldur til að ítreka það sem hún hefur áður sagt að biðlistinn er langur og ekki fyrirséð að neitt breytist fyrr en í vor.
Nú er bara að gerast leikskólakennari, uppeldisfræðingur, sálfræðingur, íþróttakennari, tónlistarkennari, myndlistarkennari og allt annað sem þarf til að barnið verði ekki á eftir sínum jafnöldrum sem stunda leikskóla af fullu kappi. Danir kunna reyndar að meta starf heimavinnandi húsmæðra og greiða ríkisborgurum sínum fyrir að sinna því starfi en á Íslandi er þetta ennþá “bara” heimavinnandi fullt starf með yfirvinnu.
Kannski ég prófi að setja þetta á CV-ið mitt þegar ég fer að leita mér að vinnu á ný.....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Anna mín þú ert: uppeldisfræðingur, sálfræðingur, íþróttakennari, tónlistarkennari, myndlistarkennari og allt þar á milli og meira til. Ástarkveðjur tengdamamma

Nafnlaus sagði...

Ég held að Birgir Steinn skaðist nú ekkert á því að vera heima hjá ykkur. Þú ert nú gott dæmi varst aldrei í leikskóla "bara" heima hjá mömmu á daginn. Kveðja mamma xxx

Nafnlaus sagði...

Sammála mömmu þinni og tengdamömmu, BS er í mjög góðum málum að vera heima hjá þér. Það er ekki hvaða mamma sem er sem gæti þetta en þú getur þetta sko!! Hef engar áhyggjur af BS.
kveðja, Áslaug XXXX

Nafnlaus sagði...

við sara vorum heima saman með einsa eftir að hann fæddist.
það var rosa gaman :o)
kær kveðja frá íslandi.
anna :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.

Ég skil þig nú ósköp vel að vilja koma Birgi Steini inn á leikskólann sem fyrst en þetta verður bara fínt hjá ykkur. Hann verður fljótur að ná tökum á leikskólaprógramminu þegar hann byrjar í vor.

Kveðja,
Linda.