Vildi bara minna á mig þar sem von er á nokkrum krílum á næstu misserum. Ásdís er á tíma á morgun, Björg í lok vikunnar, Þórhildur í lok mánaðar og Guðbjörg í des. Girls ef þið lesið bloggið mitt viljið þið þá adda nýja númerinu mínu á listann ykkar. Finnst sms-in frá hamingjusömum nýbökuðum foreldrum ein þau allra skemmtilegustu.
Þessi stund er alveg mögnuð. Ég man ennþá eftir sæluvímunni sem greip mig nokkrum tímum eftir að ég eignaðist strákana. Ekki það að ég sé ekki enn ofur sæl þá gleymi ég aldrei nóttinni eftir að Arnar Kári fæddist. Hann fæddist að kvöldi til og þegar það var búið að trilla mér níður á sængurlegudeilina og Styrmir farinn heim man ég að ég gat engan veginn fest svefn. Ég lá andvaka nær alla nóttina en samt alveg útkeyrð eftir þrautir dagsins. Þá nótt upplifði ég mestu ofursælu sem ég held að ég nái aldrei að lýsa með orðum. Man bara að mig langaði að fara og hringja í alla sem eru mér kærir. Eins gott að ég var dofin fyrir neðan mitti og komst ekki fram í símann því ég hefði líklegast hljómað eins og vælandi full kerling.
Seinna las ég einhvers staðar að þessar tilfinningar væru nokkuð vel þekktar hjá nýbökuðum mæðrum eftir að fæðing er yfirstaðin. Adrenalínið og einhver súpa ef hormónum skýra víst þessar rosalegu tilfinningar sem eru svo orðnar að allt öðrum þegar maður vaknar morguninn eftir.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
roger that :)
sty
ég kíki á bloggið þitt daglega og þú ert svo sannarlega komin á listann minn :)
kv. Guðbjörg
ég kíki líka mjög reglulega á bloggið þitt og auðvitað er ég búin að setja númerið þitt á listann.
kv. Björg
Skrifa ummæli