þriðjudagur, nóvember 21, 2006

verslunarferð dauðans!

Fékk boð um að mæta í smá pre-jóla-stelpu-sjopp til Sverige um helgina. Ákvað að sjálfsögðu að skella mér og náði að eyða nokkrum sænskum krónum í tvær peysur og föt á strákana. En fyrst og fremst áttum við Aníta og Ella góðar stundir saman, án barna, fyrir utan brjóstamjólkurköttin sem fékk að fylgja með. Við ræddum um að gera þetta að mánaðarlegum hittingi en það var áður en ég hélt heimleiðis. Þegar við Arnar Kári settumst uppí lestina þá kárnaði gamanið. Ég hafði keypt mér In style, sprite og nammi í poka og ætlaði að sukka í heilan klukkutíma á meðan sá litli svæfi ofurvært. Ó nei, sonur minn var ekki sáttur við ferðamátann og allt þetta ókunnuga fólk sem starði á hann. Setti upp skeifu sem breyttist svo í ljónaöskur og táraflóð mínotu síðar og því linnti ekki fyrr en lestarröddin kallaði Köbenhavns hovedbanegard... Þá var ég einmitt komin úr að ofan (var sem betur fer í hlírabol því annars hefði mín bara verið á gjafahaldaranum) – því það eina sem dugði á litla ekkasogandi köttinn var peysan mín. Henni nuddaði hann við andlitið á sér þangað til hann sofnaði.
Við foreldrarnir höfum orðið vör við það að undanförnu að þessi jafnaðargeðsmaður hefur þvílíkt ofurskap og er ekkert tilbúinn til að taka hverju og hverjum sem er. Hann brosir og skríkir allan daginn og er yfirleitt voða sáttur við lífið og tilveruna en þegar honum misbýður eitthvað þá fer það ekki á milli mála. Hann er í ljónsmerkinu og kannski skýrir það eitthvað, veit ekki. Bróðir minn og mágkona eru líka ljón og get ég sagt að þetta eru hin ljúfustu skinn. Bara gott að kunna að hvæsa smá í þessum harða heimi.



Svona kann maður líka að bræða alla með smá brosi og þá er öllu öskri gleymt.....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég kannast við barn í ljónsmerkinu og það eru sko ÁKVEÐIÐ ;) Lætur ekki vaða yfir sig og hefur haft eitthvað til málanna að leggja alveg frá fæðingu ;)
Kveðja MAJA

Nafnlaus sagði...

Já minn maður er ákveðinn,en það er bara gott, lætur örugglega ekki valtra yfir sig í framtíðinni.Fólk er bara hissa þar sem hann hefur verið eins og engill.amma Greta

Nafnlaus sagði...

Hæ familia!
Gaman að heyra af litla ljóninu. Ég er nú reyndar líka ljón, það er bara gott að drengurinn skuli vita hvað hann vill.

Hafið það gott.

Kv. Nanna Guðný.

Nafnlaus sagði...

Jemundur minn hvað barnið er fallegt!!!!!!

Guðrún Birna sagði...

Hann er greinilega algjör snillingur og algjör rúsína. Maður er þokkalega fljótur að gleyma litlu köstunum þeirra þegar þeir sýna góminn!
Knús
GB