Við Björg hentum í nokkra konfektmola um daginn sem heppnuðust svona líka svakalega vel. Mæli með konfektgerðarmótum og konfektgerðarbæklingi frá Húsasmiðjunni - algjör snilld. Við reyndum líka við fyrsta sessionið að jólamyndinni í ár en það heppnaðist ekki alveg sem skyldi. Enda segi ég fyrsta, því ég geri ráð fyrir að það taki nokkrar tilraunir að ná mynd af þeim bræðrum báðum horfandi fram.


Á döfinni er svo að fara í jólatívolíið sem er víst hið glæsilgasta, kíkja í miðbæinn og fara í smá jólafíling. Finna þær jólagjafir sem eftir eru (mjög fáar, sem betur fer). Kíkja til Ernu, Erwins og gríslinganna í Sverige og fá þau vonandi yfir eina helgina. Taka á móti Hildi frænku og kíkja jafnvel með þeim frænkum í búðir - fann mér geggjuð stígvél síðast þegar ég fór með þeim í bæinn. Damn hvað er gaman að versla sér föt og ekkert leiðinlegra að dressa krúttin. Ekki gott að vera kominn í námsmannapakkann aftur - loksins þegar H&M er bara í skotfæri.
4 ummæli:
Ji hvað þeir eru mikil krútt í eins náttfötunum. Það er sko hrikalega erfitt að fá kríli til að brosa, horfa á sama tíma í sömu átt. Gangi þér vel sæta.
Söknum ykkar alveg rosalega mikið!
Knús,
GB
Já, það er erfitt að taka jólamyndirnar núna en bíddu spennt þangað til á næsta ári þegar Arnar Kári er kominn á fulla ferð líka! Ég er að spá í photo shop þetta árið eða kannski bara að sleppa myndinni ;-)
Kærlig hilsen,
Linda.
Guð minn góður hvað ég hlakka til að knúsa þessa drengi mína :) sendi þeim eldri eitt sms....smútts..því ég sá á gullmolunum að hann er rosalega upptekinn í smssumm...
Ástarkveðjur frá Sjafnó, sem er, í þessum "skrifuðu orðum að útsetja hinn árlega julefrokost Allaballanna"
Góðir í alveg eins náttfötum,alltaf jafn sætir.Við pöntum eina jólamynd af bræðrunum,takk. Það var kveikt á jólaljósunum á laugarveginum í Rvk i dag, jóin eru sem sagt að koma.
Bíðm spennt eftir að þið komið heim. Knús og kossar til ykkar allra. amma og afi á nesinu.
Skrifa ummæli