Við Björg gerðum dálítið skemmtó í dag. Við skelltum okkur heim til fjölskyldu á Österbro. Okkur var nú ekkert boðið í kaffi eða neitt þannig....
Það var viðtal við húsfrúna á heimilinu í jólablaði BoBedre þar sem hún auglýsir opið hús fyrir glingurgjarna jólastúfa. Fjölskyldan skellir sér nefnilega til Indlands á hverju sumri (Við Björg vorum búnar að finna það út að eiginmaðurinn hlyti að vera Indverji því í stofunni voru skoppandi þrjár krúttlegar brúneygðar stelpur sem kölluðu húsfrúnna mor..) Já þau sem sagt fara til Indlands á hverju sumri og flytja greinilega heilu skipsfarmana af alls konar æðislegu dóti til Danmerkur, bjóða svo öllum sem vilja, að koma heim og versla sér djásn fyrir jólin. Við sem sagt skelltum okkur í bíltúr á Österbro og urðum alveg heillaðar af húsinu og öllum þeim munum sem þar voru í boði. Keyptum smá og langar aftur....... þó ekki nema bara til að dást að húsi og geggjaða eldhúsinu þeirra. Nú er ég aftur komin inná það að við flytjum í eitthvað gamalt þegar við komum heim... það er eitthvað svo mikill sjarmi yfir þessum gömlu húsum.... Ef ákveðinn verðbréfagutti ákveður að selja húsið sitt á Sjafnargötunni þá er ég tilbúinn að vinna dag og nótt fyrir fyrstu útborguninni. Líka ekki slæmt að hafa ömmu og afa í næsta húsi ;)
Skv. BoBedre er svart jólaskraut það heitasta í dag... svart er ekki beint litur sem maður tengir við jólin eða hvað - myrkrið ...
Svarta skrautið sem prýðir glugga verslananna hér í bæ er alla veganna voðalega smart.
Mæli með að þið gluggið í nýjasta Bobedre ef ykkur langar til að fá hugmyndir af jólatemmingu..
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já svart er það þessi jól. Svartir dúkar,kerti og allt, ekki beint jólalegt,en kanski smart. Gaman að hafa fengið þetta tækifæri og heimsækja danskt heimili sem hefur verið í Bo Bedre ekki leiðinlegt. Mér finnst þau blöð svo skemmtileg en tími ekki að vera áskr.Geymdu þau vel, þau eru svo tímalaus alltaf hægt að skoða þau.mamam xxx
jabbb - passa þau jafn vel og silfrið mitt ;)
OOO... Vildi að maður gæti skotist svona í heimsókn ég myndi sennilega missa mig!
Sjjiiiitt.. heldur betur væri það nú laglega ágætt að hafa ykkur í næsta húsi.. svona til að passa upp á að partýin fari vel fram og svona! Og ohh ég sakna ykkar svo mikið!
Skrifa ummæli