
Hélt að ég fengi klippingu fyrir jól en gleymdi að ég er víst ekki sú eina sem ætlar að reyna að flíkka uppá útlitið fyrir hátíðarnar. Allt uppbókað, takk fyrir kærlega.
Við Björg fórum því að velta því fyrir okkur hvort að við gætum nú ekki bara treyst hérlendingum fyrir hárinu okkar en þá kostar það heilar 15000 kr að setjast í klipparastól hér í bæ. Finnst það aðeins of mikið.
Það verður því frú rotta sem mætir í Leifstöð þann 22.des - be prepared.
Af hverju eru engar hárgreiðsludömur/herrar í fjölskyldunni minni :(
3 ummæli:
Sæl frænk..
Hún Anna Þrúður mín segir statt og stöðugt "mamma ég er klippikona" og ég veit að hana vantar alltaf módel *heh*...þú bara hefur það bak við eyrað..
...annars vildi ég bara benda þér á að maður þekkir svo marga í "klippibransanum" - ef að þú vilt að maður ath. eitthvað fyrir ykkur fjölluna þegar að þið eruð lent á eyjunni góðu....
Hahahaha.... Frú rotta!
-stella
Ég held ég panti fyrir þig hjá Önnu Þrúði ef allt annað þrýtur. kv mamma
Skrifa ummæli