miðvikudagur, október 18, 2006

Bíllinn kominn í hlað

Já ferðin til Esbjerg þar sem skipið lagði að höfn var heldur betur ævintýraferð ef svo má segja. Styrmir lagði af stað í bítið eða klukkan 6.00 með lestinni til að pikka upp bílinn. Hann gerði ráð fyrir að vera komin aftur einhverjum klukkutímum síðar því það tæki kannski nokkra tíma að fá bílinn og svo einhverja 3 að keyra hingað til Köben aftur. Klukkan 16.00 hringir Styrmir hins vegar og tilkynnir okkur það að hann þurfi að gista í Esrassgati því þeir þarna vestur frá geti ekki afgreitt bílinn. Allan daginn hafði daman sem sá um að afgreiða bílinn ( sem var n.b að vinna sinn fyrsta vinnudag ) beðið eftir pappírum sem svo kom í ljós klukkan 15 að þurfti ekki. Þá var hins vegar orðið of seint að afgreiða bílinn því tollararnir voru á leiðinni heim eftir "LANGAN" vinnudag. Kreist .......
Styrmir varð því að tölta á eitthvert hostel þar sem hann deildi herbergi með tveimur sveittum farandverkamönnum. Ég sver það ég hélt ég yrði ekki eldri þegar hann tilkynnti mér það.. og ekki leið mér betur þegar hann fór að lýsa þessum skrítnu gaurum... Ég reyndi allt sem ég gat að telja manninn minn á að fara af þessu hosteli og fara á eitthvað hótel þar sem honum væri "óhætt" hehe ein orðin ofur stressuð. En hann hafði nú ekki miklar áhyggjur af þessu og svaf í sveittum hrotkór þarna þá nóttina.
Næsti dagur gekk hins vegar mun betur og skilaði styrmir sér heim heill á höldnu og blóðþrýstingurinn minn loksins komin í fyrra form.

Engin ummæli: