Við fengum góða gesti í heimsókn síðustu helgi. Dísa og Halla komu og gistu hjá okkur í 3 nætur. Birgir Steinn var svo spenntur að fá þær að hann ætlaði varla að vilja fara út á róló um morguninn, daginn sem þær komu - dáldið smeykur greyið um að missa kannski bara af þeim. Gestirnir góðu komu heldur ekki tómhentir því eins og allir Íslendingar í útlöndum þekkja er ekki leiðinlegt að fá smá Nóa og Góu... og fjallalambið var bara eðal. Nammi nammmm......... erum enn að fá vatn í munninn.
Frændfólk hans Styrmis kom svo til okkar á laugardagskvöldið í lamb og meðí.
Það var nú ýmislegt annað gert en að borða því kaupmenn borgarinnar voru styrktir, Tívolíið skoðað auk flóamarkaða og rólóa. Enduðum svo helgina á því að setjast niður í Nyhavn í bongó blíðu og létum líða úr okkur eftir rölt undanfarinna daga.

Vildi bara þakka fyrir frábæra helgi - það var bara tómlegt eftir að þið fóruð :)
2 ummæli:
Jei! Hélt að þú værir farin í verkfall..
Æi ég er strax farin að skoða tilboð á netinu Takk fyrir allt elsku Anna mín þetta var frábært frí.
Skrifa ummæli