fimmtudagur, október 19, 2006

Ikea Ikea

Hvar værum við án Ikea. Við byrjuðum náttúrulega á því að fara í smá shopping leiðangur um leið og við fengum bílinn. Ikea er svo algjörlega málið, shit marrrr.
Búðin var náttúrulega riiisa stór og við vorum í 2 klukkustundir þar inni en tókst samt bara að fara í gegnnum hálfa búðina. Sem er náttúrulega bara snilld því þá hef ég ástæðu til þess að fara sem fyrst aftur. Það er líka ýmislegt sem okkur vantar eins og t.d sófaborð, borðstofuborð, sjónvarpsborð, skrifborðsaðstöðu og hitt og þetta...... og það þýðir náttúrulega alveg nokkrar Ikea ferðir :)

Á meðan ég dásama Ikea þá situr litli maðurinn minn í ömmustólnum sem Bjarki Freyr vinur okkar getur víst setið í í marga tíma. Og hann er sko ekki eina barnið sem fílar stólinn því hann var víst uppseldur hjá Babysam um tíma. Aðal dæmið í dag. Nema hvað að honum syni mínum líkar bara hreinlega ekkert við hann. Rífst bara við þessa fiska sem að kyssast og finnst krossfiskurinn sem snýst í hringi bara ljótur. Ohhhh ég sem sá það fyrir mér að geta bara verið í tölvunni á meðan hann sæti og virti fyrir sér öll þessi skemmtilegu kvikindi með unaðslegum sjávarnið sem undirspil.
Nei hann er bara ekki sáttur og ég verð því að kveðja......

Engin ummæli: