fimmtudagur, desember 04, 2008

Verkefnastjóri í fullu starfi

Strákarnir okkar stækka og þroskast hratt þessa dagana. Þeir koma okkur stanslaust á óvart og halda okkur foreldrunum í þrotlausum balletæfingum og reyna á hæfileika okkar á mörgum sviðum. Samningatækni, þolinmæði, rökfærslur og áfram mætti telja eru aðal viðfangsefni dagana. Já uppeldi er ansi strembið og það kynnist maður best þegar maður stendur í þeim sporum sem við stöndum í núna. Arnar Kári er á þessu týpíska trouble two og fer að detta inn í terrible three svo maður er bara að massa sig upp undir komandi tíma. Við höfum náttúrulega smá reynslu þar sem við erum ný útskrifuð með þann eldri og ég get svo svarið það að það var alveg merkilegt hvað ýmislegt breyttist þegar blásið var á fjórða kertið á afmæliskökunni. Frekjuköstin sem ég gat bloggað um daglega, eða alla veganna vikulega hér áður fyrr eru nú sjaldséð. Maðurinn hefur náttúrulega alveg skoðun og skap en fer bara svo aksoti vel með það, miðað við aldur og fyrri störf.
Sá litli er hins vegar tekinn við....... enda algjör óþarfi að leyfa foreldrum í hlutverkinu að fá einhverja pásu. Hann er mjöööög ákveðinn og leikskólakennararnir höfðu orð á því að líklegast hefði honum gengið svona vel að hætta með bleyju einmitt vegna þessa skapgerðaeinkenna. Bleyjan var hreinlega tekin af einn daginn og eftir það var pissað í klósettið...... Ekki mikið vandamál það. Við erum eiginlega alveg gapandi, hann bara heldur í sér í búðinni eða bílnum og hefur ekki einu sinni pissað undir á nóttunni. Vaknar bara um miðja nótt og kallar og gerir þetta bara eins og hann hafi aldrei gert annað. Það er hins vegar meira mál að díla við hann þegar hann hefur bitið eitthvað annað í sig eins og að vilja ekki þetta eða hitt eða vilja bara þetta eða hitt.....
Í einni klausu námsefnisins sem ég strita í gegnum þessa dagana er fjallað um eiginleika góðs verkefnastjóra. Honum á að vera ýmislegt til lista lagt og hafa flesta þá mannkosti sem hugsast getur en eitt þarf hann þó að vera sérstaklega flinkur í og það er að kunna að velja rétt úr öllum þeim ólíku leiðum sem eru í boði til að stýra mismunandi hópum. Tveir hafa nú sjaldnast talist hópur en ég get oft sett mig í hlutverk verkefnastjórans þegar ég leiðbeini gaurunum mínum og velti fyrir mér hvaða vopni er best að beita hverju sinni...

4 ummæli:

BJÖRG sagði...

fyndin mynd af þeim, doldið eins og þeir séu að forðast paparazzi :)

Anna K i Koben sagði...

Já já Arnar Kári eru örugglega að segja "mamma ekki þú koma" eða eitthvað álíka.......og Birgir Steinn er greinilega mikið að tjá sig.

akg

Rassabollur sagði...

Ó jesús! Ertu að segja mér að það taki enn eitt tímabil á eftir trouble two....
Ég verð gráhærð áður en þessu lýkur.

Nafnlaus sagði...

Ég held að maður sé stanslaust á einhverju tímabili...og þau eiga öll sína kosti og galla. Ætli þessu ljúki nokkuð fyrr en þau flytja að heiman ef þá það!!! Spurning að lita bara gráa litinn í strax ;)

Kv. Arna á PGH9