Ég sit hér við tölvuna og tárast. Það er ekki vegna frétta um fjármálakreppuna heldur vegna rauna sem vinir okkar eru að ganga í gegnum þessa dagana.
Lítill 3 ára sonur þeirra var nefnilega að greinast með hvítblæði og berst nú svo hetjulega fyrir lífi sínu.
Þegar ég les þessar færslur um daga þeirra á spítalanum þá get ég ekki annað en hugsað til foreldra minna. Rétt tvítug stóðu þau í nákvæmlega sömu sporum og þetta góða fólk. Gengu sorgmædd og hrædd um ganga spítalans með hnút í maganum og allt sitt traust í höndum nokkurra lækna.
Ég er á hverjum degi þakklát fyrir það sem mér var gefið. Ekki bara þakklát læknavísindunum og því ótrúlega öfluga læknateimi sem sá um mig heldur ævinlega þakklát foreldrum mínum sem fórnuðu mörgu sínu til að koma mér yfir þessar torfærur.
Ég trúi því líka af öllu mínu hjarta að þið elsku vinir munið komast þennan veg á sama hátt og þau gerðu. xxx
miðvikudagur, október 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þetta eru miklar raunir sem vinir þínir ganga í gegn um, en ég er viss um að þetta gengur allt vel. Alla vega eru líkurnar betri um lækningu núna heldur en fyrir 28 árum. En þrátt fyrir allt ertu kraftaverkið okkar. mamma
Elsku Anna! Mikið óskaplega er ég sammála henni mömmu þinni. Við erum lánsöm mjög að eiga þig í lífi okkar.
Hlýjar kveðjur og hugsanir til vina þinna! Guð veri með þeim.
GB
Og nú held ég áfram að tárast...
Elsku Anna.
Takk fyrir þessar hlýju kveðjur. Já það eru tvöfalt betri batahorfur í dag en þegar þú veiktist og læknarnir 28 árum reyndari í að kljást við þennan fjanda. Eru þetta ekki sömu læknarnir? Nú lítur allt ljómandi út hjá okkur og mesti hnúturinn í maganum leystur. Þetta er þó hindranahlaup eins og þau segja þarna en mesta óvissan sem var í upphafi farin, í bili að minnsta kosti. Það er okkur mikil hvatning að þekkja þig og já nokkra fleiri sem hafa læknast. Ekki vantar í þig kraftinn þrátt fyrir þín veikindi í æsku.
Kær kveðja,
Linda.
já ekki gleymir maður þessu tímabili og foreldrar þínir voru alveg ótrúleg. En þú sjálf varst ekki síðri.
allt gott af okkur
kveðja frá shanghai
Erna og co.
Skrifa ummæli