fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Viðburðarík helgi





Já helgin síðasta var vægast sagt viðburðarík. Eins konar lok á svo mörgu. Fyrir okkur mæðginin var þetta líklegast síðasta útleiga sumarsins - lok á góðu sumri. Við tre amigos fórum nefnilega til Vestmannaeyja með hópi vina og áttum góðar og ærslafullar stundir. Eins og ein vinkona mín í hópnum orðaði svo rétt að þegar börnin eru orðin fleiri en þeir fullorðnu þá má nú kannski ekki búast við öðru en fjöri og því þurfti stundum að taka á honum stóra sínum til að ná friði og ró yfir mannskapinn. En við erum allar nokkuð sammála um að börnin voru til fyrirmyndar - oftast nær (alla veganna miðað við fjölda).
Á meðan ég sá eyjuna í öðru ljósi en áður sat Styrmir sveittur við og lauk við fyrstu drög að ritgerðinni. Hún var meira að segja farin til þeirra í Danmörku til fyrsta yfirlestrar þegar við komum dauðþreytt og örmagna heim úr siglingunni góðu.
Mér fannst mjög merkilegt að skoða "Pompey Norðursins" og held að það gæti hreinlega orðið eitt helsta túrista-aðdráttarafl okkar Íslendinga. Það var ansi merkilegt að sjá glitta í niðurgröfnu húsin sem þeir vinna hörðum höndum við að grafa upp eftir elgosið. Það var líka gaman að keyra um eyjuna og sjá þessa stórbrotnu náttúru sem eyjaskeggjar sjá út um eldhúsgluggann þegar þeir hreinsa stýrurnar úr augunum á morgnanna. Við sprönguðum, fórum á rólóvöll, í heitan pott og í Krónuna sem virtist hafa allt af öllu þrátt fyrir mikla fjarlægð frá stórborginni ;)
Þetta var hreint mögnuð ferð en eitt er þó víst að þegar ég legg næst í langferð sem þessa þá verð ég EKKI SINGLE MOM. Thats for sure!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið eru þau sæt þar sem þau sitja á sproðinum.
Já það er örugglega hræðilega erfitt að vera einstætt foreldri.

kv. ma

Nafnlaus sagði...

Æ Anna. Bloggaðu nú ponsu! Sakna þín!

Nafnlaus sagði...

Er bloggpása???
kv áslaug