"Mamma elskar pabba - Pabbi elskar mömmu og Arnar Kári elskar Birgi Stein"
(þetta þuldi litli kallinn upp þegar við kúrðum uppi í rúmi á sunnudagsmorguninn)
Litla róan okkar dýrkar stóra bróður sinn út af lífinu. Það er klassískt ráð hjá okkur foreldrunum að þegar illa gengur að siða hann til að kalla í þann eldri sem þá kippir öllu í liðinn. Honum nægir að tala blítt til hans: "Arnar Kári þetta má ekki" og þá er því hlítt. Maður stendur yfirleitt við hliðiná hálf vonlaus því þetta voru einmitt nákvæmlega orðin og tónninn sem maður notaði, en ekki virkaði. Það er líka stundum eins og það bergmáli all rosalega heima hjá okkur því það sem sá stóri segir það endurtekur sá litli 2 sek. síðar. Okkur foreldrunum þykir fátt eins mikilvægt eins og að þeir eigi góðan vin í hvorum öðrum, nú sem í komandi framtíð. Því reynum við að halda þessari OF-dýrkun í hófi svo að stóri fái nú ekki bara ógeð af lillanum - án þess þó að ætla að stía þeim eitthvað markvisst í sundur.
En þetta er allt hið flóknasta mál og enn sem áður þykir okkur foreldrahlutverkið eitt hið erfiðasta en jafnframt skemmtilegasta sem við höfum tekið að okkur þrátt fyrir að vandamálin séu eins léttvæg eins og þetta.
mánudagur, júlí 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
krúttið! :)
Skrifa ummæli