miðvikudagur, júlí 16, 2008

Þeir sem ekki hafa tíma fyrir hobby

Kallinn fór í veiði og hringdi í mig í gærkvöldi glaður í bragði. Maríulaxinn var kominn á bakkann, 6 punda hlunkur og þar á undan hafði hann sko misst tvo stóra (einmitt). Hann tilkynnti mér það einnig að þetta gæti vel orðið fjölskyldusportið. Við hjónin erum nefnilega mikið að hugleiða hvað gæti orðið okkar thing svona seinna meir þegar hobby-hours verða í boði. Ekki það að við elskum ekki að stússast með ungabörnunum okkar en þá hlökkum við dálítið til að geta farið með gaurana í aðeins fjölbreyttari skemmtiferðir sem hæfa öllum aldri. Veiðiferðir er góð hugmynd einnig skíðaferðir, fjallgönguferðir, hjólaferðir.....
Við fórum reyndar í veiðiferð í fyrra og mér fannst eiginlega bara æði að standa úti í ánni og hlusta á ekkert nema vatnsniðinn og fuglana - var víst dálítið frek á vöðlurnar en tókst samt ekkert að veiða. Strákarnir voru líka mjög spenntir fyrir vatninu og fiskunum sem gerði vinnu þess sem var á barnavaktinni enn kröfuharðari. En það kemur að því að við getum öll staðið hver í sínum vöðlum og eltst við laxa og þá hugsum við líklegast ljúft til sandkassa- og sundferðanna.

Allt hefur sinn sjarma og um að gera að njóta hverrar stundar - það er eiginlega bara málið.
Hobby-tíminn kemur.

5 ummæli:

Burkni sagði...

Þetta er tíminn fyrir lax, maður ... eru ekki veiðileyfi á niðursettu verði?

Nafnlaus sagði...

Hæ granni! Ein fjölskylda á Seilugranda 9 hérna við hliðin á okkur er hrikalega dugleg fjallgöngufjölskylda. Þvílíkt útivistarfólk. Ég sé þau nánast hverja helgi á leið með svaka búnað í bílinn og halda á vit ævintýranna. Þau eru greinilega með einn unglingsstrák sem virðist alltaf fara með þeim og svo litla stelpu. Mér líst hrikalega vel á þetta lið og vona að ég geti dregið fólkið mitt með í eitthvað svona í framtíðinni ;)
Kveðja
MAJA

Anna K i Koben sagði...

Já greinilega tími fyrir lax. Skilst að þau séu nú bara búin að tæma ána - yfir 50 laxar á rúmum sólarhring.

Já fjallgöngur hljóma vel. Gekk Esjuna í síðustu viku og mætti fullt af krökkum með foreldrum sínum.

kv.anna

Nafnlaus sagði...

Getum við ekki stofnað einhvern barna fjall(hóla)gönguhóp? :) Bara farið í lettar gönguferðir um hóla og hæðir og klifið svo fjöllin þegar þau verða eldri hehe
kv.
Lilja

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ.

Ég get glatt þig með því að næsta sumar getið þið bara farið öll saman að veiða. Gunnar er orðinn liðtækur, Bjartur enn flinkari. Maður þarf reyndar að kasta út fyrir þá og úthaldið hjá þeim er ekki mikið en þeir hafa rosalega gaman að þessu. Eins eru þeir orðnir flinkir í móabrölti og hólagöngum. Það er ekki svo langt í stuttar hobbí stundir.

Kveðja,
Linda.