föstudagur, júní 13, 2008

Karlar með gítar

Ég hefði alveg viljað fara að sjá James Blunt í höllinni í gær en ákvað vegna verðbrjálæðis og ömurlegs miðaframboðs að láta mig vanta að þessu sinni. Þeir buðu síðustu miðana í svæði B sem sagt úti í rassgati á 18 þús fyrir okkur hjónin. Nýja höllin hefur í ofanálag verið að fá lélega dóma fyrir tónleikahald (engin sæti) svo að það er kannski allt eins gott að bæta eins og 2 pörum af skóm við safnið og hlusta bara á Bluntarann heima í stofu. Að það sé eingöngu í boði að standa og troðast með sveittingjum á dansgólfinu er ekki boðlegt á tónleikum sem þessum.
Er nettur sucker fyrir körlum með gítar svo að ég hefði vel átt heima þarna en......
Ég á nú einu sinni mann sem á gítar og meira að segja mann sem fór upp á svið í eftirminnilegu brúðkaupi og söng svo hugrakkur ástaróð til konu sinnar.... svo að ég get ekki kvartað.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég hefði verið til í að fara aftur á tónleika með JB. Bara frábær ! En er algjörlega sammála að þetta sé nú ekki beint tónlist þar sem maður stendur á gólfinu í troðning að reyna njóta sín og hvað þá að borga hálfan handlegginn fyrir það ;) Mun betra að njóta þess að hlusta á hann upp í sófa í góðum félagsskap ;)

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna, við Áslaug skelltum okkur og þetta var alveg frábært. Allir í sætum og fín stemning ... og JB stóð náttúrulega fyrir sínu :o) En samt sammála um að mér finnst nú gamla höllin betri tónleikastaður ... hélt að við myndum vera uppi á svölum ... en þetta var alveg geggjað.

Spurning um að hittast bráðum og hlusta á JB og sötra hvítvín?? Ertu til??

Kv. Inga Steinunn

Anna K i Koben sagði...

Jæja gott að heyra. Þeir sem fóru á Bob Dylan á sama stað fyrir nokkrum vikum síðan urðu nefnilega fyrir miklum vonbrigðum....

en já hefði alveg viljað vera þarna.... ;)