fimmtudagur, júní 12, 2008

Greyið bóndinn!

Skagfirski bóndinn hringdi í lækninn sinn og sagði:
"Mér þætti vænt um, " ef þú gætir komið við einhvern daginn, og litið á hana Ingu mína. "Jú, það er sjálfsagt," svaraði læknirinn.
"Er hún eitthvað lasin ?"
"Æ, ég veit það varla", svaraði bóndinn.
"En í gærmorgun fór hún á fætur um sexleytið eins og venjulega og mjólkaði beljurnar og gaf mér og kaupamönnunum morgunkaffi og þvoði þvottinn.
Svo fór hún í bókhaldið og eldaði síðan matinn og þvoði upp og snéri heyinu og girti kartöflugarðinn og gaf hænunum og mokaði fjósið. Loks eldaði hún svo kvöldmatinn og þvoði upp áður en hún fór í að mála stofuna, og svo þegar leið að miðnætti fór hún eitthvað að tuða um að hún væri þreytt. Ég held kannski að hún ætti að fá vítamínsprautur eða eitthvað".
"Svona gengur þetta alla daga og ég verð að notast við vinnukonuna á
nóttunni, því Inga mín er alltaf svo þreytt."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Átti nú ekki von á að sjá nýja færslu hér - en kíkti inn til öryggis - og viti menn - bara 3 nýjar færslur á þremur dögum - bara kraftur í kellu. Líst vel á þig.
Kv Aníta