mánudagur, júní 23, 2008

Franskir sjarmörar

Frakklandsforseti fór með spúsu sína í opinbera heimsókn til Ísraels en sama hvað hann reynda að tala um fyrir friði þá fékk hann greyið engar undirtektir. Eiginkonan Carla Bruni fékk þó næga athygli því fjölmiðlar segja að forsetinn Shimon Peres hafi roðnað auk þess sem nokkrir ráðherrar hafi flissað þegar hún steig út úr flugvélinni. Það eina sem var talað um á meðan á heimsókninni stóð var skvísan, sem hefur nú örugglega verið annað en fransmaðurinn ætlaði.
Hún er sögð vera fegursta forsetafrúin síðan Jacqueline Kennedy. Kannski hefði hann betur sleppt þessu hliðarspori greyið kallinn. Bara farsælla að vera með gömlu kellinguna sér við hlið, eða hvað?

Það hefur nú oft verið sagt um franska menn að næstum hver einasti eigi að minnsta kosti eina hjákonu. En ef það er svo þá hlýtur að sjálfsögðu hver kona að eiga a.m.k einn hjámann...... nei það getur ekki verið!

En hvort Carla sé sætust allra eða ekki að þá er hún samt ansi flottur tónlistarmaður. Heyrði nýútkominnn geisladisk með henni um daginn og var mjög hrifin. Nú munu bara franskir hljómar heyrast á Seilugrandanum....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð.

Ég hef nú aldrei séð þessa frægu konu en er orðin frekar forvitin.

Hvað varðar bloggið á undan þá átti ég sambyggða þvottavél og þurrkara. Keypti það fyrir 4 árum sökum plássleysis, Hotpoint. Mæli ekki með því. Þá var ég bara með eitt barn, gæti ekki hugsað mér að vera með hana núna þegar maður þarf að nýta tímann að þvo þegar þurrkarinn þurrkar. Hún er ónýt greyið...

Gangi þér vel með þetta.

Kveðja,
Linda Rós.

Burkni sagði...

Carla er vist itolsk, en sjarmerandi er hun.