miðvikudagur, júní 18, 2008

Bangsi litli


Ég ætla rétt að vona að bangsaævintýrin séu nú á enda. Að þessir krúttlegu hvítu sæfarar hætti að leita hingað því hvernig sem ævintýrin fara þá geta þau ekki endað vel. Ég hef verið fylgjandi því frá degi eitt að engin önnur leið sé í boði en að deyða dýrin. Af hverju að bíða og eftir hverju - eftir að hann éti upp heilt æðavarp sem nokkrir ættliðir hafa lagt allt sitt í og hefur tekist hingað til að lifa af eða eftir einhverju enn verra. Litli sæti bangsinn er nefnilega ekkert svo blíður þegar allt kemur til alls. Mér fannst pínu óhugnalegt að lesa í blöðunum að börnin hefðu verið úti í fjárhúsi og konan á bænum í æðavarpinu um morguninn áður en nokkur vissi af ferðum bangsa litla. Úfff - ekki hefði ég viljað mæta honum á rölti.
Danir vildu hvorugan til baka eftir dvölina á Íslandinu góða. Þeir eru hræddir um að þeir beri einhverjar pestar sem gætu þá gengið enn nærri stofninum sem sumir segja að sé í útrýmingarhættu... kannski eru þeir hreinlega hræddir um að smitast af eyðslusýkinni sem þeir segja hrjái okkur Íslendinga. Gæti verið.
Ég er alveg fylgjandi verndun dýrategunda sem eiga undir högg að sækja og þá sér í lagi af manna völdum. Mér finnst hins vegar alveg spurning hversu langt dýraverndunin á að ganga þegar rándýr sem þetta er komið inn í mannabyggðir og hvort eð er engin farsæl leið út fyrir blessað dýrið.
Skynsamasta og hagkvæmasta leiðin fyrir alla er að klára dæmið hratt og örugglega án nokkurs vafa......

4 ummæli:

Rassabollur sagði...

Heyr heyr Anna!
Það eru til margar árangursríkari leiðir til að gera betur við ísbirni heldur en að koma þessum villuráfandi greyjum til bjargar. Hvernig væri að leggja fjármunina sem annars færu í björgun í að hlúa að dýravernd þar sem hún virkilega skilar árangri?
Hvað segið þið svo um húsdýragarðinn einhvern seinnipartinn?
Svona úr því að við fórum að tala um dýrin....

Anna K i Koben sagði...

Nákvæmlega.
Heyrðu okkur líst rosa vel á húsdýragarðinn - það væri gaman að hittast þar kannski í næstu viku.
kv.anna

Arna sagði...

Alveg sammála og svo eru bæði þessi dýr búin að vera veik fyrir og ekki miklar líkur á að hefðu á annað borð lifað af svæfingu og flutning.

Unknown sagði...

Er svo hjartanlega sammála þér Anna.

bkv. Margrét Lára