miðvikudagur, júní 11, 2008

Alison Morrisette!

Í Morgunblaðinu um helgina var umfjöllun um góða vinkonu mína hina kanadísku Alanis Morrisette. Alanis Morrisette þekkjum við vinkonurnar af góðu einu. Hún söng sig inní hjörtu okkar skvísanna þegar við vorum rétt að byrja að fullorðnast og kenndi okkur ýmislegt um lífið. Hún var yfirleitt á fóninum í almennilegum gleðskap og orsakaði iðulega raddleysi daginn eftir.
Alanis er nú að gefa út nýja plötu og vildi blaðamaðurinn meina að nú væri að duga eða drepast fyrir skvísuna og því er ég sammála. Henni hefur ekki tekist að ná sér á flug eftir sína fyrstu og jafnframt laaaang bestu plötu, Jagged little pill en nú er víst mikils að vænta.
Umfjöllunin um Alanis aftarlega í Mogganum var ágæt en það sem stakk mig og olli bara vonbrigðum var að á forsíðu Morgunblaðsins var okkur lesendum bent á kíkja á umfjöllunina um Alison Morrisette!!!!

Já öllum getur orðið á...... þannig er það nú bara.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ALISON!!!! Neeiiiii. Það gengur ekki. Við þurfum endilega að taka eitt gott partý til heiðurs henni. Leyfum Dolly kannski að fljóta með ;)
kv, Áslaug