Enduðum þessa góðu vorviku á sundi í DGI byen sem er mjög flottur innisundstaður við aðalbrautarstöðina. Þetta er örugglega fimmta sundferðin okkar síðan við fluttum hingað út og hafa bræðurnir tekið stakkaskiptum frá fyrstu ferðinni. Þá var sá eldri um 2 og 1/2 árs og bara svona nokkuð sundglaður. Sá yngri var hins vegar ekkert glaður og vildi helst bara vera heima í litla balanum eða bara ekki í sundi.
Nú einu og hálfu ári síðar eru sundferðirnar aðeins öðruvísi. Birgir Steinn er ekki vitund vatnshræddur - eiginlega einum of lítið því honum finnst ekkert skemmtilegra en að stökkva út í laugina og bíður svo bara eftir að vera rifinn uppúr. Þetta hefur hingað til kostað andköf hjá barninu og sjokkviðbrögð hjá okkur foreldrunum en í dag komust við að því að hann virðist vera kominn uppá lagið með köfunina. Honum fannst því ennþá skemmtilegra að fleygja sér útí laugina og sagði svo alltaf um leið og hann var rifinn uppúr: "Það fór ekkert vatn í mallann".
Sá litli er ekki mikið skárri. Steypist á bólakaf og er svo bara brosandi út af eyrum þegar hann reynir að ná andanum eftir kafsundið. Hvorugur þeirra fór nefnilega í svokallað ungbarnasund og hafa því ekki lært að halda niðri í sér andanum í kafi - fyrr en þeir læra það sjálfir eftir ansi margar og misgóðar tilraunir.
Sumarið lofar góðu eða hvað. Lofar því alla veganna að það þarf 2 lífverði á gauranna í sundlaugum borgarinnar.
Að minnsta kosti.
föstudagur, apríl 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vá hvað ég sé þá fyrir mér á sundlaugarbökkunum í Neslauginni í sumar, skutlandi sér út í eins og selir.
Sjáumst í maí
MAJA
Hljómar vel - þeir eru rosalega duglegir. Ætlaði einmitt að taka slurk í sundi í sumar og reyna að láta minn gaur fá smá af þinna gaura hugrekki og dirfsku í vatni. Vantar aðeins upp á það ;-)
Kveðja úr Kópó,
GB
já, það er ekkert smá gaman í sundi.
neslaugin er æði :o) sérstaklega á sumrin.
kannski sjáumst við e-ð þar í sumar.
og það á alveg að vera nóg að hafa handakúta. þá er ég allavega róleg :o)
hafið það gott.
knús,
anna jóh.
Skrifa ummæli