föstudagur, apríl 25, 2008

Handy Andy fyrir geðheilsuna.

Við húsmæðurnar í hverfinu ræðum að sjálfsögðu allt milli himins og jarðar á meðan við sötrum kaffi á kaffihúsunum eða borðum hnallþórur í saumaklúbbum. Að sjálfsögðu koma hefðbundin konumál til tals eins og fæðingar, börn, eiginmenn, tíska, lagersölur og svo auðvitað okkar helstu hjartans mál sem eru að sjálfsögðu þrif. Við höfum miklar skoðanir á því hvernig heimilið okkar á að líta út og vitum vel að fallegt heimili þýðir líka vel þrifið heimili. Á meðan ég dásama Enjo vörunum sem eru vistvænar með eindæmum og nettar í notkun þá kynnti ein þessara merkiskvenna mig fyrir einhverju sem ég hef aldrei séð áður. Robot-ryksugu!
Þvílík eðal snilld. Gaurinn er settur í gang að morgni þegar heimilisfólk fer til vinnu og skóla og á meðan vinnur snillingurinn. Hann fer í öll horn og losar eiginmenn þannig undan hornaþrifsnöldrinu. Þegar komið er svo heim eftir annasaman dag eru það sko allt annað en rykrottur sem íþyngja heimilisfólki.
Móðir mín sendi mér meil um daginn sem vitnaði í frétt þar sem sagt var frá því að samhengi væri á milli þrifnaðar og geðheilsu manna. Þeir sem byggju við hreinlæti væru almennt hamingjusamari en hinir og þrif væru góð gegn þunglyndi. Ég veit ekki hvort þessi skilaboð frá kattþrifni móður minni voru skot en við höfum ekki alltaf verið sammála um hvernig verja eigi þessum afgangs tíma, sem ekki svo mikið er af.
Ég sést kannski ekki alveg jafnoft með tuskuna á lofti eins og hún en er hins vegar alveg sammála því að það er alls ekki svo slæmt að hafa hreint og huggulegt í kringum sig.
Spurning um að fjárfesta í eins og einu svona ryksuguvélmenni og geta státað af því að hafa karlmenn í næstum öllum verkum heimilisins :)

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahhaa!! Já því ekki það?? Kaupa einn Handy-Andy og hjónabandinu og geðheilsunni er bjargað:)

Annars er það af okkur að frétta að Hrafn fór til Amsterdam í morgun og ég vaknaði með tvö bit á fætinum... Lúsí litla er núna komin með flóaól og heimilið var spreyað hátt og lágt. Afgreiðslustelpan (Pollýannan) í dýrabúðinni kallaði þetta vorboða - ég veit það ekki...

Anna K i Koben sagði...

Jammí.....
já þeir eru margir vorboðarnir og þetta merkir líka örugglega að sumarið verði gott. Hehehe það er einmitt ansi margt sem landinn segir að merki að sumarið verði gott.
Alltaf gott að vona það besta.
Kv. anna

Nafnlaus sagði...

Hef heyrt um svona rykrottubana.Þetta vélmenni er dásamað af þeim sem eiga slíkt,það verður gaman að fylgjast með ef fúin á Seilugranda fær sér einn.En gamla góða ryksugan og moppan gera líka heil mikið gagn,fyrir utan að hreynsa upp skít þá er þetta örugglega hin besta hreyfing. Nú hlýtur sjúkjaþjálfarinn að vera sammála. kv. ma

Nafnlaus sagði...

Verð að segja þér að ég fjárfesti í einni góðri moppu um daginn þar sem enjo moppurnar mína eru horfnar eins og þú hefur kanski heyrt.Skaftið á moppuhaldaranum er fyllt af vatni og svo er bara þrýst þá spýtist vatn út og maður þarf ekki að dýfa hendi í vatn. Allgjör snilld. Kondu með þetta innlegg í saumó næst, þær hafa örugglega aldrei heyrt annað eins. ma

Guðrún Birna sagði...

Ja hérna - það sem maður lærir á því að lesa bloggið og sérstaklega athugasemdir mömmu þinnar. Snilld. Ég hef heyrt um svona tæki og þekki eina sem elskar það! En það er svoldið dýrt - en mér líst vel á skúringatöfrakústinn sem ma þín er að tala um.
Sá reyndar svona irobot á netinu sem.... SKÚRAR! Kostar auðvitað miklu minna í USA -spurning hvort að ein ferð til NY margborgi sig ekki ef maður tekur nokkrar irobot með sér!

Jæja best að fara að ryksuga og skúra,
GB

Nafnlaus sagði...

Líst vel á þessa moppu sem mamma þín talar um. Hef heyrt um þessa robota- reyndar heyrði ég að hann hafi fest sig bak við blómapott og var þar enn þegar "frúin" kom heim þegar hann átti að vera búin að ryksuga allt húsið. hahaha

Nafnlaus sagði...

æi sorry, ég gleymi þessu alltaf, en þetta var ég ...með síðasta comment...
kv, Áslaug

Rassabollur sagði...

Mig langar í svona. Við fjölskyldumeðlimir eigum það nefninlega til að fela okkur á bak við blómapotta þegar við ættum að skúra og ryksuga.
Kv. Arney
P.s hlökkum til að fá ykkur heim!

Anna K i Koben sagði...

Hhahahah jii en skemmtileg umræða um þrif. Greinilegt að þetta er hitamál hjá húsmæðrum á Íslandi líka ;)

Hlökkum til að koma heim.
kv.anna

Nafnlaus sagði...

Greta mín.....þú getur nú svo sem reynt að sannfæra komandi kynslóð um það að heimilisþrif séu holl og heylsusamleg líkamshreyfing.....og ekki talandi um jákvæð áhrifin á geðheylsuna.......
ja!!! sitt sýnist hverjum.....
kveðja Erna

Nafnlaus sagði...

Sko Erna, þrif hljóta að hafa góð áhrif á geðheilsu! Sjáðu bara mömmu og Gretu! Geðbetri manneskjur finnast vart og þær eru sem kunnugt er með tuskuna gróna við lófann!! ....eða kannski er þetta öfugt,-kannski taka hinir síkátu bara á þrifsprett í kátínuköstum!!
Góða ferð heim og við hlökkum til að sjá ykkur!
Knús, Helga og Hafnfirðingarnir.

Nafnlaus sagði...

Get alveg sagt að roomban virkar og er bara ansi duglegur við verkin - mæli alveg með þessu.

Skúringargræjan heitir Scooba en ég hef ekki séð hana í action.

Kv.Arna

Nafnlaus sagði...

Jæja nú er allt orðið tómt á Seiló 7. Ég hlakka til að fá líf í gluggana ;) hahahahahahaha
Sjáumst í hverfinu, tja líklega bara um helgina eða eithvað ;) aldrei að vita ....
MAJA granni