Mér finnst það góður siður að þjóðin taki sér frídag frá striti og streitu til að fagna komu sumarsins. Við gerðum okkur glaðan dag og nutum borgarinnar í blíðunni. Í dag eins og undanfarna daga hefur hitastigið verið að daðra við annan tuginn á mælinum og í rauninni er þetta ákkúrat hitastigið mitt. Í of miklum hita fer mörgæsin (ég) að svitna og verð dösuð og þá kann hún illa við sig. Þetta er ákkúrat passlegt.
Það eru allir orðnir spenntir að fljúga norð-vestur eftir viku og kassarnir fyllast með góðu tempói. Ég held ég sé komin uppí 27 stk og nú sjáum við fyrir endann. Pökkunin er vægast sagt með slakara móti en þegar við fluttum út en þá var pökkunarsveit fengin heim með Stellu í fararbroddi og hver einasti glerhlutur pakkaður í skothelt 3. laga bubbluplast. Nú fá gler og postulín litla tuskudruslu um sig og verða bara að sætta sig við það. Já maður getur lært af hinni ýmissi reynslu og þetta ævintýri hefur gefið okkur margt. Við vitum núna að 2 lítil börn hafa ótrúlega aðlögunarhæfni og líður yfir höfuðið bara vel þegar frumþörfunum er sinnt með mömmu og pabba við hendina. Við höfum eignast yndislega vini sem við eigum eftir að sakna mikið. Við hjónin höfum fengið alveg endalaust mikinn tíma með hvoru öðru og börnunum okkar og kunnum að meta allt sem þetta hefur gefið okkur.
En öll ævintýri taka enda og hér opnum við nýja bók og hefjum lestur..... Styrmir er orðinn mjög spenntur að takast á við ný verkefni á vinnumarkaðinum, ég að setjast á skólabekk og strákarnir að byrja í nýjum leikskóla þar sem "allir tala íslensku" eins og Birgir Steinn orðaði það þegar við fórum þangað í heimsókn um páskana.
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Já þessi útivera að taka enda, ótrúlegt eftir nokkra daga komin heim. Mikið hlakkar okkur til að fá ykkur heim, þó maður eigi nú eftir að sakna Köben og heimsóknanna til ykkar sem voru hreint yndislegar.Teljum dagana niður eins og jóin væru að koma,en ég held að sumarið sé virkilega að koma alla vega gaf Siggi Stormur okkur von um gott sumar í kvöld. Kv. frá Bollagörðum.
Sæl kæra fjölskylda mikið verður gaman að fá ykkur heim og fá þá bræður á Gullborg. Birgir byrjar á Rauðu deild hjá mér en Arnar á Gulu.
Njótið síðustu stundanna í Danaveldi í sól og sumaryl. Þótt Siggi Stormur hafi spáð góðu sumri þá er strax byrjað að rigna:)
kveðja Ingibjörg Jóhanna
Heyrðu félgar okkar eru greinilega að pakka saman líka, allar gardínur eru uppi og hlutir virðast vera farnir úr gluggakistum, allt að gerast sum sé :)
Sjáumst fljótlega
MAJA
Ykkar verður sárt saknað á Bryggjunni það er víst. Ég fékk næstum bara tár í augun við lesturinn og tilhugsunina ;)
p.s. þú ert velkomin að hóa í pökkunarsveit PHG ef liðsauka vantar í pökkun, þrif eða hvad som helst.
Kv.Arna
Ég vildi barasta að ég hefði getað skellt mér til ykkar út með nokkrar rúllur af bubbluplasti.. þekki orðið hvern einasta hlut;) A.m.k. þessa allra brothættustu...
Það verður gaman að hitta þig þegar þú kemur heim. Hilmir minn er einmitt á gulu deildinni og líkar það ótrúlega vel, enda er þetta frábær leikskóli.
Luv Harpa
27 kassar.....pís of keik....ég náði að fylla 150 og vantaði nokkra í lokin.
Við getum ekki hugsað til þess að þið séuð að yfirgefa okkur
kveðja, Erna og co
Já shit það met mun enginn slá - ekki einu sinni ég.
Já við erum vægast sagt með tárin í augunum að yfirgefa allt og alla. En hlökkum líka til að koma heim. Sem sagt blendnar tilfinningar.... pínu flækja í gangi, hehehe
kv.anna
Skrifa ummæli