þriðjudagur, apríl 08, 2008

Björg til Köben

Björg systir er á leiðinni til okkar og ætlar að vera hjá okkur fram yfir helgi. Bræðurnir eru að sjálfsögðu mjög spenntir sem og húsmóðirin, því er ekki að leyna. Það verður gaman að upplifa borgina svona á lokasprettinum með henni Björgu minni áður en við kveðjum þennan góða stað. Geri fastlega ráð fyrir að kaffihús verði heimsótt og jafnvel nokkrar búðir og svo gæti maður nú gerst dálítið menningarlegur svona í lokin og kíkt í eins og eitt safn. Skilst að það sé nú enginn maður með mönnum nema hann fari í Louisiana safnið hér í Kaupmannahöfn.Við ætlum líka að skella okkur á ekta stelputónleika því hin beiska ameríska blúnduskvísa Kelly Clarkson er stödd í stórborginni. Svo er nú bara að vona að veðrið leiki við okkur og þá getur Björg nappað smá af því með sér heim og við komið með afganginn.
Já maður er ansi hugfanginn af veðrinu eins og glöggir hafa tekið eftir enda eru vorin hér eitt af því besta sem ég hef kynnst.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sá að það er kæmpe loppermarket í Bella Center um helgina. Eitthvað fyrir ykkur systur :) Góða skemmtun.

Arna á PHG9

Anna K i Koben sagði...

Já heyrðu kannski maður bara eyði afmælisdeginum í smá loppe stemmningu.
Góð hugmynd eins og sonur minn myndi orða það.
Bestu kveðjur anna

Hrefna sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Anna Kristrún. Ég vona að þú njótir hans í botn með þínu góða fólki. Hlakka til að sjá þig á íslandinu eftir nokkrar vikur.

Nafnlaus sagði...

ELSKU ANNA MÍN! INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN. ÞÚ ERT ALLTAF JAFN UNG OG SÆT, VERÐUR BARA FLOTTARI MEÐ ÁRUNUM :)
VIÐ STELPURNAR VORUM AÐ HORFA Á VIDEOIÐ SEM VIÐ TÓKUM UPP Á ARGENTONA 2000, ANSI MARGIR DANSAR SEM ÞÚ HEFUR BÚIÐ TIL FYRIR OKKUR ;) ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ ÞETTA VIÐ TÆKIFÆRI....
ÞÍN
MAJA

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku vinkona. Vona að þú hafir notið hans!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn!
Kveðja Hildur frænka ;)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með afmælið í gær elsku Anna mín. ég vona að þú hafir notið dagsins,luv Harpa

Nafnlaus sagði...

Elsku Anna mín, til hamingju með daginn í gær! Ég vona að afmælisdagurinn hafi verið ydislegur í alla staði. Ég er viss um að Hrafn hafi gleymt að skilja kveðjunni frá mér;)

P.s. Einhvers staðar heyrði ég að thirties væru the new twenties...

Nafnlaus sagði...

úff gleymdi að lesa yfir kommentið áður en ég ýtti á publish..hehe

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Anna Kristrún.
Innilega til hamingju með afmælið í gær. Ég hitti tengdamóður þína í Hallgrímskirkju og hún sagði mér að þú ættir afmæli.
Ég komst ekkert í tölvu í gær en ég hugsaði til þín.
Hafðu það sem allra best og sjáumst sem fyrst.
Knús,
Anna Jóh.
PS. Ef hún tengdamútta er búin að gleyma barnalandssíðunni minni þá endilega gefðu henni slóðina og lykilorðið :) Við vorum að tala um þetta allt saman í gær.

Nafnlaus sagði...

Elsku kæra vinkona. Hjartanlega til hamingju með afmælið á sunnudaginn. Ég vona að þú hafir gert eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins.. t.d farið á loppemarket eða keypt þér en fransk hotdog eða eitthvað álíka huggulegt og danskt.
Bestu afmæliskveðjur,
Eva

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Svetly sagði...

*ohh* Ég mundi eftir deginum (afmælinu ss) og ætlaði mér sko að kvitta og óska þér til hamingju "gamla"..betra er víst seint en aldrei!
Til lukku með daginn - vona að hann hafi nú verið fallegur og góður við þig ;)

Anna K i Koben sagði...

Takk fyrir fallegar kveðjur.

kv.anna xxx