Við fengum góða gesti í heimsókn um helgina. Erna, Erwin og kids komu frá Sverige og því var ýmislegt brallað. Grátið, hlegið, slegist og kysst - ekki hægt að biðja um það betra. Krakkarnir verða flinkari með hverjum mánuðinum að deila en ekki drottna og við foreldrarnir að stýra herflokknum. Sænsku hjúin hafa verið sveitt í krakkauppeldi síðustu 4 árin og lítið komist frá og því var löngu kominn tími á smá hjónaferð á Strikið. Á meðan settum við Styrmir okkur í kaþólskar "stellingar" með 4 börn undir 5 ára og tókum okkur bara nokkuð vel í hlutverkinu. Ég þakka hins vegar fyrir getnaðarvarnir og tek ofan fyrir fólki sem á 4 börn á 4 árum.
Annars eru góðar helgar framundan líka. Styrmir bíður spenntur eftir Svenna næstu helgi. Helgina á eftir fæ ég svo GB, Ace og Ástu í heimsókn og helgina þar á eftir koma svo stöllurnar Hildur og Björg. Það eru sem sagt spennandi tímar framundan og nú er bara að bretta upp ermar og fara að kortleggja borgina svo að maður hljómi nú eins og maður búi hér þegar gestirnir fara að spyrja um helstu staðina.......
Þá aðra en leikvelli og dýragarða.
mánudagur, febrúar 18, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Úff gott að sjá að eitthvað er að gerast hér á blogginu aftur, ég hélt að það væri bara svakaleg ritstífla í gangi. Já þetta með að deila og drottna er smá vandamál hér á bæ, segi nú ekki meir, sú stutta er ansi ákveðin....
Kveðja úr Vesturbænum góða þar sem lognið ræður ALLTAF ríkjum.
Majan
Takk fyrir frábæra helgi...
öll fjölskyldan í sæluvímu ...
við heyrumst
Erna og co
Sömuleiðis hér. Alveg ómetanlegt að eiga svona góðar frænkur og frændur.
Knús frá Axel Heides Gade
...góðar minningar eru yfirsterkari niðurganginum sem Björk tók með sér yfir eyrarsundið og stendur enn yfir.....
Restin hefur sloppið....alla vegana ennþá.....
Ok skil.
Við höfum sloppið við hann... alla veganna ennþá.
kv.anna
Skrifa ummæli