fimmtudagur, janúar 24, 2008

Eru Íslendingar að vakna til lífsins?

Erum að horfa á borgarstjórnarfundinn í beinni og þetta er líkara Gettu betur keppni frekar en fundi. Áhorfendabekkirnir eru fullir af fólki sem hrópar og púar. " Villi farðu heim" eða "Nú segjum við stopp". Ég fagna því að Íslendingar láti í sér heyra þegar þeim misbíður en menn verða nú að kunna sig. Fundarmenn fá engan frið og það er gripið fram í og öskrað þegar líðnum (skrílnum) mislíkar.
Dagur er eins og hetjan í pontu en greyið hann Ólafur er eins og viðkvæm hrísla. Hann ætti nú að nýta tækifærið, hætta þessu rugli og snúa sér að einhverju öðru.
Villi er bara kjánalegur..... Valdagráðugur og kjánalegur.

Ég segi enn og aftur - Samfylkingin hefur sigrað..........

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætlaði einmitt að láta þig vita af beinu útsendingunni á ruv. Segi bara loksins loksins alvöru mótmæli á íslandi og heldur betur ekki af ástæðulausu!! Það hefur oft verið sagt um okkur íslendinga að við bara tuðum og tuðum og látum svo allt yfir okkur ganga. Vonandi markar þetta endalok þess!!!

kv.
Lilja

Nafnlaus sagði...

Sjálf var ég á staðnum og mótmælti. Málið er að það er svo þunn lína á milli annars vegar almennilegra mótmæla og hins vegar skrílslátum og niðurlægingaköllum.
En það var frábært að sjá flóru fólksins sem mætti og lét vita af óánægju sinni, þótt einstakir hafi kannski farið yfir strikið af einskærum ákafa.....;)