fimmtudagur, janúar 24, 2008

Dót og meira dót

Þegar við fluttum hingað til Dene þá var það mikilvægasta valið úr öllu draslinu og hinu sem við töldum ekki koma að gagni á Deneárum var komið fyrir í geymslu. Á þessum tíma þ.e tæpum 2 árum bráðum höfum við saknað einskis af því dóti sem varð eftir. Ekki einn dag hugsa ég til einhvers þess sem bíður eftir okkur í kassa og þegar ég reyni að rifja upp hvað það er sem fyllir þessa 40 kassa sem urðu eftir þá bara hreinlega man ég ekki eftir einum hlut. Ætti það ekki að vera til merkis um það að okkur hreinlega vantar ekkert meira en við erum einmitt með hér.
Af hverju í ósköpunum er maður að safna þessu endalausa drasli (segi ég og sé alltaf ástæðu til þess að bæta einhverju svoooo mikilvægu við).
Nú er bara tækifærið að fara yfir dótið með regluna hans Styrmis í huga. Þ.e ef ég hef ekkert notað þetta í 2 ár né saknað þess að hafa þetta ekki við hendina, þá má þetta fara.
Íbúðin sem bíður okkar er nú heldur ekki svo stór svo að það er eins gott að vera dálítið gagnrýninn á þetta drasl og hleypa bara því sem er manni mjög kært inngöngu.
Við erum farin að huga að heimför og hlökkum orðið til að kíkja í kassana. Kannski eignast maður fullt af nýju dóti, hver veit.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar við fluttum hingað út notaði ég einmitt þessa tveggja ára reglu og það var ansi margt sem fékk að fjúka og sumt meira segja án þess að ég kíkti í kassana. Það er því bara spurning að fleygja þessum 40 kössum bara beint á haugana við heimkomu ;) hahaha.

Það er einmitt líka kosturinn við húsnæði með nánast engu geymsluplássi að það endar allt í ruslinu.

Arna á PHG

Anna K i Koben sagði...

Já nákvæmlega.
Það er alveg spurning um að koma bara beint við á sorpu.
akg

ErnaLú sagði...

...maður getur alltaf á sig blómum bætt !!

BJÖRG sagði...

Það er komið nýtt heimilisfang fyrir Sorpu... Bollagarðar 119 herbergi 1...

Þar er ein ung kona sem býr þar og dreymir um að fara að búa. Hún væri alveg til í að kíkja í kassanna áður en þeir fara á hauganna... ;)

Anna K i Koben sagði...

Já einmitt kem við þar.
Þar fann skrattinn sko ömmu sína.
hehehe
kv.anna

Nafnlaus sagði...

Ótrúlegt hvað maður á erfitt með að láta sumt dót flakka - þó svo maður einmitt noti það aldrei og saknar þess ekkert - gæti alltaf þurft á því að halda einhvern tímann. Við tókum nú eiginlega allt okkar hafurtask með til Svíþjóðar - reyndi að henda öllum óþarfa. Gott að flytja svona milli landa á nokkurra ára fresti - þá neyðist maður til að taka vel til.
Og hvað er með þessi föt sem maður vill aldrei henda - ó mæ god -
Kv Aníta