þriðjudagur, janúar 29, 2008

Danska gullið ......

Pólitík virðist vera á allra vörum á Íslandi þessa dagana enda ekki skrítið. Hér í Danmörku er hins vegar ekki talað um annað en gulldrengina - danska landsliðið í handbolta sem sigraði Króata eftirminnilega á EM á sunnudaginn. Við fylgdumst að sjálfsögðu með okkar mönnum (Dönum eftir að Íslendingar duttu út) og erum svona næstum því farin að kalla þá "strákana okkar" enda stolt af því að tilheyra Danska veldinu eins og er. Danska þjálfarann þarf nú aðeins að skoða betur því hann virðist koma gullpening um háls á hvaða liði sem hann tekur að sér. Ekki aðeins kom hann dönsku strákunum í þennan klassa á einu og hálfu ári heldur hefur hann leitt dönsku stelpurnar að hinum ýmsu sigrum þau ár sem hann þjálfaði þær. Já sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að hafa samband við snillinginn og læra helstu grundvallaratriði íþróttamennsku og hvernig á að sigra með sæmd. Það skiptir ekki alltaf bara máli að vinna heldur með hvaða leiðum maður fer að því!
Já ég er ekki sátt við gang mála í borginni eins og fram hefur komið. Einhvern tíman hefði ég nú kallað mig sjálfstæðismanneskju en ég geri það ekki með reisn í dag. Enda engin sérstök sjálfstæðismanneskja. Ég held bara hreinlega að ég tilheyri engum flokki. Heillast hins vegar að einstaklingum sem hafa metnað fyrir því að gera samfélagið og lífið betra með fleiri en bara þá sjálfa í huga. Það virðist hins vegar vera vöntum á svoleiðis fólki í pólitík, þó það vissulega finnist inn á milli. Landsbyggðaþingmenn keppast við að dæla peningum í sveitina sína og bara hana á meðan þeir sitja í valdastól........... Allir keppast við að gera sín skilyrði betri. Þar sem enginn ellilífeyrisþegi situr á þingi að þá er lítið gert fyrir gamla fólkið og lítill áhugi á leikskólamálum er líklegast vegna þess að lítil prósenta þingmanna þarf að koma smábörnum í leikskóla svo að vinnudagur þeirra geti hafist.

Nú er bara að sjá hvort að sjálfstæðismenn breyti því sem þeir röfluðu um í þá 100 daga sem þeir sátu í stjórnarandstöðunni í borginni.... Nú er tækifærið að vinna einhver atkvæði til baka með góðum gjörðum...... Ætli þeim takist það?

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehhhemmm.. held ekki...

Ég hafði nú meiri trú á Gísla Marteini og Þorbjörgu Helgu en þetta, hélt að þau myndu gera það sem innsæið segði þeim. Fannst ég sjá það a.m.k. á svipnum á þeim um daginn að innsæið segði annað en gjörðir flokksins. Svo er það nú annað mál að það hefur dáldið loðað við þennan flokk að hlýða í einu og öllu sem Formaðurinn segir.
Jájá gaman að búa í Reykjavík þessa dagana, verið ánægð að vera ekki að greiða þremur borgarstjórum laun.

Nafnlaus sagði...

Já gleymdi einu; hvernig væri að fá Björgólfsfeðga eða Bónusfeðga til að kaupa þjálfarann til Íslands? REdda strákunum okkar og Ráðhúsinu í leiðinni..hehe

Nafnlaus sagði...

Þetta kjósið þið í Reykjavík yfir ykkur. Munið næst að kjósa bara rétt eins og við hér á nesinu og þá sjáið þið árangur.
kveðja
GL

Nafnlaus sagði...

Þetta blogg er farið að minna óþarflega mikið á Silfur Egils...

Nafnlaus sagði...

hehehe.... :)

Nafnlaus sagði...

Ég man ekki eftir að hafa kosið Ólaf... hohoho

Anna K i Koben sagði...

heheh
Fjölskyldan bara komin í hringborðsumræður - ekki slæmt.
Finnst samt fyndnastur þessi sem kallar sig GL - Hef yfirleitt þekkt hann sem pabbi en þó stöku sinnum sem Gl. Hohohoho

kv.anna

BJÖRG sagði...

hehehe... ég datt ekki í hug að þetta væri pabbi.. hehehe :)

Nafnlaus sagði...

hahaha! í alvöru björg? Ég heyrði alveg í honum segja þetta :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara skemmtilegt, fólk hefur alla vega skoðanir.Já Sella farin að þekkja sitt fólk og Silfur Egils má fara að passa sig.
kv. mamma

Nafnlaus sagði...

Hahaha einmitt!