
Djöö er ég sátt við kellinguna. Átti eftir nokkrar jólagjafir, öll jólakort, þvott og pökkun fyrir heimferð en nú tæpum sólarhringi síðar er listinn tómur. Get reyndar ekki tekið að mér allan heiðurinn - kallinn er nú líka búinn að vera dáldið duglegur.
Vippuðum kortunum upp á klukkara en viðurkenni það að þau fá nú ekki kortaverðlaunin í ár en þau duga. Jólakveðja og mynd. Pökkunin sama sem búin og þar stóð karlinn eins og varðhundur við töskurnar. Við lentum nefnilega í því síðast að þurfa næstum því að borga yfirvigt á leiðinni til Íslands svo að heimferðin var ansi overweighted.. örugglega slegið góð 100 kílóin.
Nú eru ekki tekin dress fyrir hvern dag og það fá allir létta pakka.
Einn dagur í heimferð - erum farin að hlakka miiikið til.
6 ummæli:
Það er enginn smá krafur hjá hjónakornunum á Axel Heides götu , bara búin að öllu. Hlökkum til að fá ykkur heim. Já ég skil Styrmi að hann standi yfir pökkuninni, annað eins af dressum sem komu með síðast, vá.
kv. mamma
Hæ hæ.
Mikið hefur þetta verið skelfileg reynsla hjá ykkur með hann Arnar Kára. Gott er að heyra að þetta hefur gengið niður í bili alla vega. Það gengur víst vel að komast hjá ofnæmisviðbrögðum þegar vissa er fyrir því hvað orsakar þau.
Vonandi gekk Styrmi vel í prófinu eftir allan hasarinn.
Kveðja,
Linda Rós.
Hæ hæ
Vonandi er Arnar orðinn hress, ekki gaman að lenda í svona löguðu. Annars segi ég bara góða ferð. Ég er að rembast við að klára jólakortin og er að hugsa um að fá að setja jólakortið ykkar inn um lúguna hjá tengdaforeldrum þínum. Á leið þarna framhjá á morgun :)
kveðja
Lilja
Góða ferð til Íslands og Gleðileg jól.
Held að ég verði að fá þig í pökkunarnefnd - það verður svolítið púsl að koma öllu í töskurnar á gamlársdag....
Kv frá okkur á fimmtu.
Skrifa ummæli