Ég eins og flestir held ég, kíki stundum inná blogg einnar annars örugglega ágætrar konu, Sóleyjar Tómasdóttur að nafni. Ég dáist af fólki sem þorir að taka aðra stefnu en þá sem allir aðrir taka. Tala af eigin sannfæringu þó að fáir taki undir. Ég er hins vegar ekki alveg á því að barátta hennar sé okkur konum til góðs. Sú var tíðin að konur, skörungar miklir, börðust með kjafti og klóm fyrir grunnréttindum kvenna sem manni finnst bara almenn mannréttindi. Þrátt fyrir að standa nokkuð jöfn að vígi í dag er enn þörf fyrir jafnréttisumræðu og baráttu. Flestir þeir karlmenn sem standa mér nærri eru fylgjandi fullu jafnrétti og ég held satt að segja að flestir íslenskir heilvita karlmenn séu á þeirri skoðun. Pabbar hvetja stelpur sínar til menntunar og frama - til dáða, janft og syni sína og því er báráttan okkar allra. Ég held satt best að segja að íslenskir karlmenn séu einir bestu eiginmenn sem völ er á. Alla veganna er svo hægt að segja um þá sem ég þekki til. Þeir eru frábærir feður, makar, uppalendur og vinir og eru tilbúnir að mæta eiginkonum sínum á miðri leið í námi og starfi svo að báðir aðilar fái að blómstra og dafna.
Því tel ég að ákveðnar konur séu jafnvel að gera okkur konum og þjóðfélaginu í heild sinni grikk með háværum köllum um jafnrétti sem er í raun farið að snúast um eitthvað allt annað en jafnrétti.
Mér finnst ekki skipta máli hvort að stelpur klæðist bleiku og strákar bláu. Það er ekki niðrandi fyrir stelpu að klæðast bleiku og ekkert verra en að klæðast bláu. Litir á fatnaði skipta ekki máli! Eins finnst mér jafnréttisbaráttan ekki eiga að snúast um það að gera kynin einsleit. Við konur eigum að vera stoltar af því að vera konur, að líta út eins og konur með brjóst og mjaðmir. Það er ekkert neikvætt að vilja líta vel út, finnast gaman að klæðast pilsum, kjólum og háum hælum sem jafnvel ýta pínulítið undir kynferðið. Það er ekki það sama að vera kynvera og gleðikona. En þarna virðast þær "jafnréttis stöllur" ekki vera sammála mér. Er jafnrétti sem sagt náð þegar allar konur eru farnar að klæðast síðbuxum og rúllukragabolum, ég bara spyr? Nei þarna er baráttan dottin í eitthvað bull. Kynin eru ólík og það vitum við sem eigum börn að sumt er eins og það er ekki af því við foreldrarnir stýrum því. Auðvitað hefur umhverfið áhrif en strákar og stelpur eru líka ólík af náttúrunnar hendi.
Það sem skiptir höfuð máli er að stelpur og strákar fái jöfn tækifæri, virðingu, hvatningu og hól.... Það er mikið rætt um konur í stjórnunarstöðum í dag og kynjakvótinn sem á að nýtast báðum kynjum til að jafna hlutfallið á vinnustöðum, nýtist konum líklegast ennþá betur þar sem karlar hafa hingað til aðallega verið í forstjórastöðum fyrirtækja. Ég held að þetta muni jafnast betur með tíð og tíma og við ættum frekar að stýra baráttunni til yngri stelpna. Hvetja þær til dáða jafnt og stráka þ.e ef áhuginn liggur á þessu. Reyna að auka sjálfstraust þeirra þannig að þær þori ef þær vilja.
Í þessari umræðu má heldur ekki gleyma því að við erum að tala um jafnrétti og ekkert af þessu má vera á kostnað strákanna okkar. Í þessu sem öðru á hæfasti aðilinn að standa uppúr.
En svo er annað. Um leið og þjóðfélagði hvetur fólk til menntunar og árangurs í starfi hver á þá að sjá um litlu börnin okkar sem taka við af okkur seinna meir. Það er yfirleitt þannig í dag að báðir aðilar vinni úti og jafnvel heilan vinnudag sem er oft á tíðum mikið meira en 80 stunda vinnuvika. Á sama tíma eru leikskólamál í tómu tjóni og kennarar hundóánægðir og ég tala nú ekki um leikskólakennara. Börn á Íslandi virðast ekki komast á leikskóla fyrr en fyrsta lagi að verða 2 ára og fram að því eru dagmæður vanfundnar eins og hvítir hrafnar. Vuggestue kerfið danska er það sem mér finnst að við Íslendingar ættum að taka upp. Hér komast öll börn inn á vöggustofur í kringum 6 mánaða aldur. Ég ætla að leyfa mér að segja það hér og nú að með fullri virðingu fyrir dagmæðrum (og ég þekkti eina ansi góða) að þá er þetta kerfi það eina sem virkar að mínu mati. Dagmæður hafa flestar hvorki aðstöðu né bolmagn, þó að þær séu allar að vilja gerðar, til að bjóða uppá jafn góða þjónustu og vöggustofa.
Við erum ríkt þjóðfélag og eigum að fara fram á allt það besta fyrir börnin okkar sem og aðra þegna þess og þá gæti ég nú farið að tala um gamla fólkið, en það verður annað blogg.
Kveðja Anna með munnræpu
miðvikudagur, desember 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
svoo sammála þér.
Það nýja er að jafna kynjahlutföllin hjá jólasveinunum!
oh men oh men
kv, Áslaug
Við búum vel í okkar umhverfi, feður okkar, bræður og eiginmenn sýna og vilja jafnrétti. En það er ekki alls staðar þannig. Nýleg rannsókn sýndi t.d. að strákar - held 19 ára - meti umönnunarstörf lítils og mun minna en stúlkur meta þau störf. Það þarf að byrja strax þegar þau eru ung og kenna þeim að verðmætin eru líka í fólki - ef ekki meiri en í peningum - mannauðurinn!
Það þarf að hvetja unga fólkið til dáða og kenna stelpum og strákum að bera virðingu fyrir hvert öðru. Náms- og starfsráðgjafar geta skipt miklu í þessari umræðu þar sem hugmyndir um störf og verðmæti starfa er það sem meðal annars stoppar raunverulegt jafnrétti. Stelpur og strákar verða að fá að blómstra á eigin forsendum - í pilsum og bleikum bolum eða í gallabuxum og með bindi. Ég vil enga öfga og ekkert rugl - tölum um það skiptir mestu máli - að fólki líði vel.
(langt blogg kallar stundum á langt komment - sorry bara svo góðir punktar hjá þér - gat ekki hamið mig) Knús, GB.
Já áfram starfs-/námsráðgjafi
kv.anna
..juu hvað ég er ánægð með þessa "munnræpu" hjá þér mín kæra..
Gæti ekki verið meiri sammála þér, né orðað þetta betur..!!!
þegar þú ferð á þing, anna mín, þá ætla ég að kjósa þig :)
x-anna.
knús,
annajoh.
Jebb svo sammála þér. Hvaða rugl er þetta með bleiku og bláu barnafötin? com on. Einbeitum okkur að því sem skiptir máli! :)
knus
Lilja
Heheh takk.
Held samt hún Anna fari aldrei á þing. Er enn hálf skemmd eftir back stabbing stemmninguna á Nesinu. Eða kannski upplifði ég hana verri en hún var. Fannst bara að allir ættu að kjósa pabba og skildi ekkert annað ;)
kv.anna
mjög sammála þér...
En hvað finnst ykkur um Hjallastefnuna, þar sem kynjum er skipt í tvo hópa?
Ég veit ekki mikið um þetta, en mér finnst þetta hljóma mjög rangt.
Kannski er e-d til í þessu og kannski hefur þetta góð áhrif á börn, mér langar að vita hvaða áhrif þau eru. Einhver sagði mér að stefnan hjálpi þeim að bera meiri virðingu fyrir hvor öðru...
Bara pæling.
Þú ert svo mikill snilllllingur!!! Ég held reyndar að við höfum allar verið einstaklega heppnar með eiginmenn... eða góðir uppalendur. Ruglið er ennþá til eins og GB bendir á. Það réttlætir hins vegar ekki hróp Sóleyjar Tómasdóttur og hennar skvísa sem mér finnst ekki þjóna öðrum tilgangi en að stilla konum upp sem skjólstæðingum karla.
Ásta Sól.
Skrifa ummæli