Ég náði mér í smákökuuppskrift og þegar ég var komin vel af stað í að slumpa hráefnunum í skálina tók ég eftir því að hrærivélin mín sem er nú bara þessi týpíska eðal Kitchen aid réð engan vegin við magnið. Smákökurnar kallast Ritz-súkkulaðibitakökur og eru víst kenndar við samnefnt hótel, eða svo segir sagan. Það getur mjög auðveldlega passað því nú eftir að hafa tekið 6 plötur úr ofninum og hent tveimur sökum bruna að þá er heil stór skál af deigi afgangs. Þetta er sem sagt uppskrift í örugglega 30 þús kökur og svo margar kökur á rassinn á mér verður ekki falleg sjón. Því datt mér í hug að auglýsa deig fyrir ykkur í hverfiinu sem kannski lesið bloggið og langar að henda í nokkrar smákökur.
Auðvitað hefði ýmislegt átt að kveikja á perunni eins og 750 gr af súkkulaði. En....................... :)
fimmtudagur, desember 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sama hér Ritz-uppskriftinin er ansi stór,enda fyrir heilt hótel.Ég held að mínar dugi til páska, mjög hentugt.En þær eru nú ansi góðar. ma.
Ja hérna Anna - aldeilis stórtæk í bakstrinum - þú verður bara að setja í poka og fara að selja :)
En 750 gr af súkkulaði - það munar nú ekki um minna - verst ég er ekki í nágrenninu - hefði nú brunað yfir brúnna fyrir svona massífar smákökur.
Kv Aníta
...langar þig ekki að deila uppskriftinni (maður kanski minkar hana oggupons)...mig langar svo að fara að baka (meira) eftir að ég las færsluna :)
minnsta málið.
Hendi henni inn
kv.anna
Skrifa ummæli