miðvikudagur, nóvember 07, 2007

MIKA


Elsa fimleikavinkona mín hringdi í mig kl. 6 í gærkvöldi og bauð mér miða á Mika. Eftir 5 mín. umhugsun og spjall við eiginmanninn var kellan bara komin úr skyrslettugallanum og öðrum 20 mín. síðar út á metró stöð. Ég er svo sem enginn fan en gaurinn sem er augljóslega í "hinu liðinu" kann sko að skemmta crowdi, það er víst. Þvílíkur eðal píkupoppari. Tónleikarnir komu því mikið á óvart og ekki var verra fyrir kellingahóp að fá eiginlega bara óvart sæti í stúkunni.
Kvöldið sem sagt breyttist skyndilega úr því að vera rólegt glápkvöld í dúndur stuð og gaman.

Í kvöld erum við svo á leið í mat í leikskólann hans Arnars. Foreldrar tveggja barnanna sem eru by the way 14 mánaða fannst vera kominn tími á að hittast og borða saman. Þau tóku sig því til og boðuðu til fællesspisning kl 17-19 á leikskólanum í dag. Verður örugglega mjög gaman - hlakka til. Nú er bara að setja sig í gírinn og reyna að mingla við hina foreldrana. Þau halda örugglega að ég sé ekki alveg í lagi eftir foreldrafundinn sem var um daginn. Það bara töluðu allir svo hratt og ég var eitthvað að reyna, æi kom ekki vel út. En alltaf gott að fá annan sjéns.....

2 ummæli:

Guðrún Birna sagði...

Oh my hvað það hefði verið gaman að vera líka - takk fyrir að hringja í mig :-)
Gangi þér vel í kvöld! Komdu svo með góðar sögur á morgun um alla dönsku rugludallana hehe.

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki heyrt um foreldrafundinn, hvernig gekk hann?Mamma.