Þeir sem horfðu á dönsku þættina Nikolaj og Juliu á sínum tíma muna kannski eftir þessum. Mér finnst hann æði og langaði bara að deila þessum skemmtilegu hljómum með ykkur.
Er komin með smá hnút í magann að vera að kveðja Danaveldi eftir bara rétt hálft ár. Okkur líður bara svo rosalega vel............................
Langaði bara að bæta þessu líka við, fyrir ykkur sem vantar ástarballöður í lífið... Hehehehee fær maður nokkur tímann nóg af þeim, alla veganna ekki ástarballöðuvemman ég :)
fimmtudagur, nóvember 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Æj hvað það var gaman að heyra þetta aftur. Ég horfði alltaf á þættina og svo á þetta lag sérstakan stað hjá mér af væmnari ástæðum :) Skil vel að þú munir sakna danaveldisins, finnst bara ótrúlegt að það styttist í heimkomu ykkar... sem okkur finnst auvitað fínt líka, þá sjáum við meira af ykkur :)
kv.
Lilja
Heyrðu nú er ég alveg ringluð, eruði að koma heim? Hvar eru allar fréttirnar birtar sem ég er að missa af?
Kærlig hilsen,
Linda voða forvitna.
Ohhh þetta er æðislegt lag.. gæsó í gegn!
Heheheh!
Planið var að vera hér í 2 ár og næsta sumar er sem sagt þessu 2 ára mastersnámi hans Sty lokið.
Við flytjum heim næsta sumar - í júlí líklegast.
Þannig var nú það
anna kei
Ég táraðist og fór alveg aftur í tímann í eldhúsið á Bjerregaardsvej 3! Those were the days :-S
Kv. Áslaug
ég heimta nýjar myndir af strákunum! :)
Fyndnar snuddusögurnar af BS - dóttir okkar að ganga í gegnum nákæmlega það sama.
Skil þig vel að erfitt sé að horfa á eftir vinum ykkar - því þeir eru náttúrulega eins og fjölskyldan manns sem maður hefur ekki þegar maður býr erlendis.
Hlökkum til að hitta ykkur þarnæstu helgi - það er sko alltaf gaman að kíkja í jólatívolí.
Kv Aníta
Vá hvað ég misskildi þig. Þið komið eftir hálft ár! Hlaut að vera. Læti í mér alltaf.
KH
Linda.
Skrifa ummæli