þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Kúkapestir og kósíheit

Átti dag með sjálfri mér í gær. Lagði af stað á hjólinu mínu eftir að hafa komið drengjunum á leikskólann og ákvað bara að láta vinda stjórna því hvert ferðinni væri heitið. Hér eru það ekki brekkur heldur vindar sem gera manni erfitt fyrir á hjólinu. Karlpeningurinn er búinn að eiga í "tynd mave" um helgina og það var því nokkuð gott að fá smá viðringu. Það náði einhver vírus að koma sér vel fyrir sem olli þyngdartapi, lystarleysi og endalausum þvotti hjá að sjálfsögðu öllum nema húsfrúnni. Hefði verið fínt að losna við smá - án þess að þurfa að hafa fyrir því. Það hefði nú örugglega komið fljótt á aftur. Eitt bounty og kaffilatte og allt komið á sinn stað.
Damn hvað bounty er annars gott....
Hjólaferðin lá uppá Vestebro og þar hjólaði ég um og virti fyrir mér lífið á Istedgade og nágrenni. Þar má segja að verslun og viðskipti ráði ríkjum í öllum mögulegum skilningi.
Hvert hverfi hefur sinn sjarma og þarna eins og svo sem alls staðar annars staðar hér datt ég inn í öðruvísi skemmtilegar búðir - ekki dónabúðir, tek það fram, þó að það sé nóg af þeim þar.
Keypti mér einn kertastjaka í safnið. Þetta er eiginilega pínu minn tími - veturinn með dimmunni því þá get ég haft kveikt á kertum alveg frá kl. 4. Því er líka alveg bráðnauðsynlegt að eiga nóg af kertastjökum, jabb er aldrei í vandræðum með að fá hvatningu frá sjálfri mér þegar ég sé eitthvað svoooo nauðsynlegt eins og þetta. Keypti líka einn kjól því það eru líka að koma jól og þá verður maður að eiga falleg NÝ föt. Ahhhhaaaaaa.

8 ummæli:

sty sagði...

ha? kjól? bíddu - já ok ...

Nafnlaus sagði...

Já þú þarft nú líka að eiga nóg af kertastjökum inn í nýju höllina þína ;) það er ekki spurningin.... og svo er líka alltaf bráðnauðsynlegt að eiga nýja kjóla, hvar og hvenær sem er :)
Maja

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo mikill heimsborgari, já og eins gott að njóta þess þegar maður býr í svona yndislegri borg eins og Köben.Væri til í að vera með þér,hver veit nema að maður skreppi á nýju ári. Bara svona á milli okkar. Knús og kossar mamma.

Nafnlaus sagði...

Vaaaá hvað ég er búin að hlæja að kommenti Styrmis!! Slæmt er það nú orðið þegar maður fréttir af innkaupum makans á blogginu hahaha.... :)
Kveðja úr Firðinum.

Anna K i Koben sagði...

Já hehe - æi fannst bara nóg að segja honum frá stjakanum svona fyrst og ætlaði svo kannski bara að sýna honum kjólinn við betra tækifæri, hoho. En eins og áður þá kemst upp um mann.
anna

Nafnlaus sagði...

Það eru sko ýmis trix sem hægt er að nota þegar maður þarf að segja kallinum frá bráðnauðsynlegum innkaupum. Ég held að við kellurnar þekkjum þau flest;) Svo er alltaf hægt að réttlæta smá retail therapy þegar maður er búin að standa í veikindaveseni. Allir hressast við það! En ég varð líka bara að taka fram hvað titillinn hjá þér er yndislegur....kúkapestir og kósíheit í sömu setningu. Ég beið spennt eftir að lesa bloggið....hahahaha
kveðja, Áslaug

Nafnlaus sagði...

Mér fannst Bounty einmitt ómótstæðilegt þegar ég var nýorðin ólétt af Heklu hehehehe. Gott hjá þér að kaupa kjólinn, þú ferð í svo mörg jólaboð að það er eins gott að það sé til nóg af fötum til skiptana. Sérstaklega í ljósi þess að börnin eiga það til að smyrja jólamatnum á fínu fötin manns.
Kveðja Þóra.

BJÖRG sagði...

ohhh hvað maður saknar ykkar... og ég væri svo til í hjólatúr um Vesterbro... :)
En það styttist í ykkur :D