Ég veit ekki hvað þessi ungi maður hafði afrekað á þessum tíma og hálfpartinn efast um að hans listi hafi verið í hálfkvist á við hennar. Hann hefur örugglega meint þetta vel greyið og bara fundist frekar lítið til þess koma að vera með barnaskara í eftirdragi. Hver getur það ekki? Þegar maður veit hins vegar betur finnst manni þetta starf ekki bara það merkilegasta sem maður hefur unnið heldur mætti bara alveg gera meira úr því en gert er. Mér finnst að barnauppeldi ætti að vera ansi ofarlega á ferilskránni þegar sótt er um starf úti á vinnumarkaðinum. Í starfi uppalanda þjálfast nefnilega margir góðir eiginleikar sem ansi mikilvægt er að hafa í hvaða starfi sem er. Ekki bara þjálfast þolinmæðin, hin góða þolinmæði, heldur einnig umburðalyndi, skipulagni, reglusemi, hrós og stjórnun, svo eitthvað sé nefnt. Maður lærir að multitaska á þann hátt sem ekki neins staðar verður kennt.
Skæruliðaherþjálfi verður því efst á minni ferilskrá það er víst :)

3 ummæli:
hahaha! Já þetta er alveg satt... ég fékk nú að þefa af móðurhlutverkinu hjá þér og það gat verið strembið inná milli góðu stundanna! ;)
En já þetta er allt saman bara vinna... heilsdags prógram! En alveg æðisleg vinna!
Elska þessi kríli! :)
Hlakka til að hitta þig og knúsa eftir viku! :*
og já heyrði með jólin og þú hefðir átt að sjá mig... tók happy dance!!! :D
Gaman að heyra að þið komið heim um jólin, jibí. Vika í NY. ma.
Greinilegt að maður þarf að passa að lesa kommentin til að ná öllu skúbbinu - En frábært að heyra að þið ætlið að koma heim um jólin :D - og góða ferð til NY!
kv. Guðbjörg
Skrifa ummæli